Svartir Sunnudagar: Possession
- Tegund og ár: Drama / Hryllingsmynd 1981
- Lengd: 127 mín
- Land: Frakkland / Vestur – Þýskaland
- Tungumál: Enska
- Leikstjóri: Andrzej Zulawski
- Aðalhlutverk: Isabelle Adjani, Sam Neill, Margit Carstensen
- Dagskrá: Svartir Sunnudagar
- Sýnd: 27. október kl 20:00
Efni: Ung hjón, Mark og Anna, eiga í hjónabandsörðugleikum. Mark grunar Önnu um að eiga í framhjáhaldi með öðrum manni, og upplifir furðulega hegðun og stórkostlega ógnvekjandi atburðarás sem gefur vísbendingar um það að um sé að ræða umfangsmeiri og skelfilegri yfirnátturlegt ástarsamband en hann grunaði í fyrstu. Isabelle Adjani fékk leikverðlaunin í Cannes árið 1981 fyrir leik sinn í hlutverki Önnu, konu sem á í ástarsambandi við djöfullega veru í yfirgefnu húsi í Vestur-Berlín. Næsta Svarta sunnudag í Bíó Paradís kl. 20:00. Bönnuð börnum innan 16 ára. A.t.h. myndstiklan hér fyrir neðan er ekki við hæfi barna.