You are in control
Nú líður senn að hinni árlegu ráðstefnu You Are In Control sem haldin verður í 6. sinn í Bíó Paradís 28. – 30. október 2013. Á ráðstefnunni mætast skapandi greinar, s.s. hönnun, tónlist, bókmenntir, tölvutækni, kvikmyndagerð og myndlist með nýjar og spennandi hugmyndir og dýfa sér í skapandi suðupott.
Ráðstefnan er bræðsla af listamönnum og skapandi frumkvöðlum í bland við erlenda gesti og þátttakendur á heimsmælikvarða. Fyrirlestrar, vinnustofur, pallborðsumræður, gagnvirkur hádegisverður, myndlistarsýning og margt fleira verður hluti af YAIC 2013. Í ár verða meðal fyrirlesara samfélagsmiðla mógúllinn Oliver Luckett, stofnandi theAudience, myndlistarmaðurinn Rafael Rozendaal, Ingi Rafn Siguðrsson stofnandi og framkvæmdarstjór Karolina fund, Robert Forster tónlistarmaður og Frosti Gnarr hjá Grotta Zine og Frosti Gnarr Studio.
You Are In Control er hinn fullkomni vettvangur:
• Til að stækka og bæta innlent og alþjóðlegt tengslanet þitt í skapandi greinum.
• Öðlast innsýn í skapandi vinnubrögð listamanna sem náð hafa árangri á sínu sviði.
• Læra að þróa eigin skapandi vinnu og viðskiptatækifæri og koma þeim á kortið.
• Vinna með fagfólki við að fjármagna og þróa stafræn viðskiptamódel og markaðssetningu á
fjölbreyttum vettvangi.
• Fylgjast með því ferskasta sem er að gerast skapandi greinum í dag.
• Kynna þig og þitt verkefni.
Fullt ráðstefnugjald er 20.000 kr en 15.000 kr til einstaklinga og lítilla fyrirtækja og 10.000 kr fyrir stúdenta. Innifalið eru allir fyrirlestrar, vinnustofur og pallborðsumræður, sem og hádegismatur, boð á opnunarkvöldið, myndlistarsýning og einstakt tækifæri til að vera hluti af umræðunni innan skapandi greina. YAIC er kjörinn vettvangur til að kynnast metnaðarfullu fólki með sameiginleg áhugasvið og markmið og mynda með þeim verðmæt tengsl og samstarf. Skráning fer fram á vefsíðunn, www.youareincontrol.is, einnig er hægt að senda tölvupóst beint á Kristjönu Rós Guðjohnsen, ráðstefnustjóra á netfangið: kristjana@youareincontrol.is, hún svara öllum fyrirspurnum og tekur við skráningum.
You are in control from SITRUS on Vimeo.