Dauðans alvara
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2013
- Lengd: 50 mín
- Land: Ísland
- Leikstjóri: Áslaug Baldursdóttir
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd: dagana 21.,23. og 24. nóvember kl.18.00. Athugið, sérstök aukasýning verður í boði fimmtudaginn 28. nóvember kl 18:00.
Efni: Dauðans alvara er heimildarmynd sem fjallar um útfararþjónustu og þá starfsemi sem í henni er fólgin. Sagt er frá því ferli sem á sér stað frá andláti til grafar á skýran og áhugaverðan hátt og svarar myndin mörgum spurningum sem fólk kann að hafa um þetta viðkvæma ferli. Fylgst er með Rúnari Geirmundssyni og sonum hans að störfum hjá Útfararþjónustunni í Reykjavík í eina viku. Útfararstjórinn fer með áhorfendur í gegnum hefðbundinn vinnudag og í gegnum það ferli sem óumflýjanlega fylgir dauðanum. Hér er hægt að kaupa miða á midi.is
Dauðinn sem er áþreifanlegur og alltumlykjandi í myndinni er skoðaður á óhefðbundinn hátt. Nálægðin við efnið er mikil og verða áhorfendur nánast þátttakendur í ferlinu.
Dauðans alvara Karolina fund.mov from Áslaug on Vimeo.