Afrakstur kvikmyndagerðarnámskeiðs í Bíó Paradís
Nú í haust hefur hópur ungs fólks á aldrinum 16-25 ára sótt 12 vikna kvikmyndagerðarnámskeið Teenage Wasteland of the Arts og Hins Hússins. Tímar voru haldnir vikulega og verður afraksturinn sýndur í Bíó Paradís þann 14. desember kl 20:00-22:00. Á kvikmyndasýningunni má líta afar fjölbreytt úrval stuttmynda og vídjóverka, sýningin er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Við hvetjum alla til að koma á heimili kvikmyndanna og sjá framtíðina í íslenskri kvikmyndagerð!