Jólaklassík fyrir alla fjölskylduna!
Til að ýta undir jólaandann munu fjórar klassískar jólamyndir vera teknar til sýninga, sem henta allri fjölskyldunni. Fyrir þau börn sem eru orðin aðeins eldri höfum við Willy Wonka & the Chocolade Factory frá 1971, Chitty Chitty Bang Bang frá 1968 og Willow frá 1988. Auðvitað þarf ekki að taka fram að allar þessar myndir eiga mikilvægan stað í hjörtum foreldrana. Við getum svo ekki fullkomnað jólaklassíkina betur en með hinni sprenghlægilegu fjölskyldumynd um Griswold fjöldskylduna – National Lampoon´s Christmas Vacation frá árinu 1989.
Það þarf því ekki að leita langt til að finna réttu jólamyndirnar í ár því öll klassíkin er að sjálfsögðu í Bíó Paradís. Nánari sýningartímar verða birtir innan skamms, en Christmas Vacation verður sýnd frá föstudeginum 13. desember.
NATIONAL LAMPOON´S CHRISTMAS VACATION (1989)
WILLY WONKA & THE CHOCOLATE FACTORY (1971)
CHITTY CHITTY BANG BANG (1968)
WILLOW (1988)