ÓSKARSDAGAR: Beasts of The Southern Wild, Royal Affair og Searching for Sugar Man
Við sýnum þrjár úrvalsmyndir sem hlotið hafa tilnefningar til Óskarsverðlauna; Beasts of the Southern Wild (tilnefnd sem mynd ársins og fær einnig tilnefningar í flokki leikstjóra, leikkonu í aðalhlutverki og handrits), En kongelig affære (Kóngaglenna – tilnefnd sem besta erlenda mynd ársins) og Searching for Sugar Man (tilnefnd sem heimildamynd ársins).