Sjálfseignarstofnunin Heimili kvikmyndanna ses stofnsett
Stofnaðilar sjálfseignarstofnunarinnar Heimilis kvikmyndanna ses, sem mun reka Bíó Paradís, eru fagfélög kvikmyndagerðarmanna (Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Félag kvikmyndagerðarmanna og Samtök kvikmyndaleikstjóra), Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík og Félag kvikmyndaunnenda.