Of Good Report
Myndin fjallar um hæglátann kennara í afskekktu sveitaþorpi í Suður-afríku sem hefur ólöglegt ástarsamband við nemanda sinn, sem mun hafa hörmulegar afleiðingar fyrir þau. Myndin var valin besta myndin á Africa International Film Festival sem fram fór í Calabar í Nígeríu. Hún hefur hlotið góða dóma og tekið þátt á fjölda kvikmyndahátíða nú þegar. Myndin verður frumsýnd föstudaginn 24. janúar í Bíó Paradís, að viðstöddum leikstjóranum sem mun svara spurningum úr sal að sýningunum loknum.