Unexplored Interior
Sunnudaginn 11. maí kl. 16:00 verður leikritið Unexplored Interior leiklesið í beinni útsendingu frá Gyðingasafninu í NY til Kigali í Rúanda og Bíó Paradísar samtímis. Tilefnið er að halda minningunni um þjóðarmorðin í Rúanda sem hófust fyrir 20 árum síðan á lofti. Að lokinni sýningu svara aðstandendur sýningarinnar spurningum úr sal. Kigali Kaffi verður á boðstólnum.