Tyrannosaur (Skemmd epli)
Þessi margverðlaunaða mynd er frumraun leikarans Paddy Considine í leikstjórastólnum og segir af manni sem siglt hefur lífi sínu í strand en öðlast von gegnum kynni sín af góðri konu sem síðan reynist eiga skelfilegt leyndarmál. Opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar “Skemmd epli” og sýnd frá 24. maí.