Dark Touch
Myndin fjallar um hina ellefu ára gömlu Neve, sem er ein eftirlifenda eftir blóðugt fjöldamorð þar sem bæði foreldrar og yngri bróðir létu lífið í afskekktum bæ á Írlandi.
Myndin fjallar um hina ellefu ára gömlu Neve, sem er ein eftirlifenda eftir blóðugt fjöldamorð þar sem bæði foreldrar og yngri bróðir létu lífið í afskekktum bæ á Írlandi.
Ekki missa af þessari snilld þeirra Coen bræðra. Í stuttu máli hefur myndin fengið 69 tilnefningar og unnið 31 titil sem segir meira en mörg orð. Myndin verður frumsýnd föstudaginn 28. febrúar kl. 20.00
Eftir vonlausan dag í leit að réttu leikkonunni fyrir leiksýningu, býr Thomas sig undir að leggja upp laupana. Á þeirri stundu birtist leikkona að nafni Vanda. Ekki er hún aðeins þurfandi, óhefluð, síkvartandi og örvæntingafull, heldur mætir hún með búninga og kann hlutverkið utan að. Mikilfengleg sjón er í uppsiglingu. Myndin er nýjasta mynd hins þekkta leikstjóra Roman Polanski.
Myndin fjallar um 17 ára gamla franska stúlku, yfir fjórar árstíðir og fjögur lög, um kynferðislega vakningu hennar til fyrstu reynslunnar, um könnun hennar í ástarmálum til leitar hennar að sjálfsmynd sinni. Myndin heitir á frummálinu Jeune & Jolie og var hún tilnefnd til Palme d´Or verðlaunina á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2013. Hún er einnig sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto 2013.
Við bjóðum öllum háskólanemum 2 fyrir 1 frumsýningarhelgina á hina áhugaverðu verðlaunamynd, Young and Beautiful, 24.- 26. janúar í Bíó Paradís. Nauðsynlegt er að sýna skólaskírteini. Í myndinni er Isabelle, aðalpersónu myndarinnar, fylgt eftir gegnum kynferðislega vakningu hennar í klámvæddum heim samtímans.
Þegar útvarpsstöð hins fræga plötusnúðs Alans Partridge er yfirtekin af fjölmiðlarisum, fer ansi skemmtileg atburðarás af stað sem hefur það í för með sér að Alan verður að vinna með lögreglunni til þess að sætta möguleg átök starfsmannana sem þar starfa og hinna nýju eigenda. Ekki missa af stórkostlegri gamanmynd, með hinum dásamlega Steve Coogan í aðalhlutverki.