Svartir Sunnudagar: Akira
Einstakt tækifæri til að sjá pönk teiknimyndina Akira í leikstjórn Katsuhiro Ohtomo, þann 26. janúar kl 20:00 á Svörtum Sunnudegi. Myndin er byggð á samnefndri teiknimyndasögu Katsuhiro. Svartir Sunnudagar eru í umsjá Sigurjóns Kjartanssonar, Sjón og Hugleiks Dagssonar.