Kúbönsk kvikmyndavika
Við kynnum með stolti Kúbanska kvikmyndaviku í Bíó Paradís dagana 21. – 26. nóvember. Sýndar verða sex nýlegar kvikmyndir, allar með enskum texta. Kúbanir hafa framleitt töluvert af kvikmyndum síðan 1960, sérstaklega fyrstu árin eftir byltingu og síðustu tvo áratugi samfara endurmati á ýmsu sem aflaga hafði farið á Kúbu.