Mood Indigo
Myndin er byggð á skáldsögu eftir Boris Vian, og lýsir heimi þar sem þú getur ferðast um á bleiku skýi. Stórkostleg mynd, að hætti Gondry- mynd sem engin sannur bíóunnandi má missa af! Frumsýnd 26. desember í Bíó Paradís.
Myndin er byggð á skáldsögu eftir Boris Vian, og lýsir heimi þar sem þú getur ferðast um á bleiku skýi. Stórkostleg mynd, að hætti Gondry- mynd sem engin sannur bíóunnandi má missa af! Frumsýnd 26. desember í Bíó Paradís.
Til að ýta undir jólaandann munu fjórar klassískar jólamyndir vera teknar til sýninga, sem henta allri fjölskyldunni. Þetta eru myndirnar Willy Wonka & the Chocolade Factory, Chitty Chitty Bang Bang og Willow. Við hefjum leikinn á hinni sprenghlægilegu fjölskyldumynd um Griswold fjöldskylduna -Christmas Vacation.
Tveir geimfarar lenda í bráðri lífshættu þegar geimfar þeirra lendir í geimruslsdrífu og laskast svo mikið að viðgerð er óhugsandi. Gravity er nýjasta mynd meistaraleikstjórans Alfonsos Cuarón sem gerði síðast hina mögnuðu mynd Children of Men, en hún var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna árið 2007 og hlaut fjölmörg önnur verðlaun.
Philomena Lee (Dench) verður ólétt á unglingsárum sínum á Írlandi árið 1952 og er send til klausturs sem “fallin kona.” Sonur hennar er tekinn frá henni þegar hann er ennþá ungabarn og er sendur til Bandaríkjanna til ættleiðingar. Næstu fimmtíu ár leitar Philomena að honum, en án árangurs. Sýnd frá 5. desember.