Afrakstur kvikmyndagerðarnámskeiðs í Bíó Paradís
Laugardaginn 14. desember kl 20:00 mun afrakstur kvikmyndagerðarnámskeiðs sem hópur ungs fólks á aldrinum 16- 25 ára sótti í 12 vikur í haust. Aðgangur er öllum opinn og það er ókeypis inn.
Laugardaginn 14. desember kl 20:00 mun afrakstur kvikmyndagerðarnámskeiðs sem hópur ungs fólks á aldrinum 16- 25 ára sótti í 12 vikur í haust. Aðgangur er öllum opinn og það er ókeypis inn.
Myndin segir frá því þegar strákur í ógáti, brýtur þrjár mikilvægar reglur varðandi nýja krúttlega gæludýrið sitt, og leysir úr læðingi hjörð meinfýsinna og ógeðfelldra lítilla skrýmsla. Reglurnar eru eftirfarandi: 1. Ekki láta þau komast nálægt björtu ljósi. 2. Ekki láta þau blotna. 3. Og aldrei, aldrei gefa þeim að borða eftir miðnætti. Myndin er jólamynd Svartra Sunnudaga 29. desember kl 20:00.
Þegar hinn ungi Willow Ufgood gengur fram á yfirgefið kornabarn reynist hann hafa í höndunum heilagan einstakling sem örlögin hafa fært honum. Umfsvifalaust er Willow varpað inn í heim ævintýra og galdra þar sem hættur leynast í hverju horni. Tekst hinum dvergvaxna Willow að halda barninu á lífi og bjarga samborgurum sínum frá illu seiðkonunni Bavmorda?
Þriðjudagskvöldin 10. og 17. desember kl 20:00 stendur Bíó Paradís fyrir bókaupplestri í anddyri bíósins. Þá munu nokkrir frábærir rithöfundar stíga fram og kynna verk sín. Boðið verður upp á smákökur og konfekt auk þess sem heitt kaffi og kakó og ískaldur jólabjór verða á boðstólnum í veitingasölunni.