Stórkostlegar sýningar fyrir eldri borgara!
Bíó Paradís mun bjóða upp á sýningar fyrir hópa eldri borgara í sumar þar sem hægt er að panta fyrir hópa um helgar. Stórkostlegt úrval kvikmynda verður í boði, en að sýningu lokinni er kaffi og bakkelsi innifalið í verðinu.