Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Samstarf Græna ljóssins og Bíó Paradísar innsiglað

Samstarf Græna ljóssins og Bíó Paradísar innsiglað

Oct 06, 2010 Engin skoðun

Græna ljósið, sem sérhæfir sig í dreifingu á óháðum gæðakvikmyndum frá öllum heimshornum og Bíó Paradís, kvikmyndahús sem leggur áherslu á slíkar kvikmyndir, hafa innsiglað með sér samstarf um að myndir frá Græna ljósinu verði sýndar í bíóinu. Fyrsta myndin innan þessa samstarfs er Inní tómið (Enter the Void) eftir franska leikstjórann Gaspar Noé, en sýningar á henni hefjast þann 8. október.

Í lok októbermánaðar verða svo sýndar þær fimm myndir sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2010; The Good Heart eftir Dag Kára, Submarino eftir Thomas Vinterberg, Steam of Life eftir Joonas Berghäll og Mika Hotakainen, Upperdog eftir Sara Johnsen og Metropia eftir Tarik Saleh. Afhending verðlaunanna sjálfra fer einnig fram hérlendis þann 3. nóvember.

Í byrjun nóvember verður heimildamyndahátíð Græna ljóssins haldin í Bíó Paradís. Opnunarmyndin er Fálkasaga (Feathered Cocaine) eftir Örn Marinó Arnarson og Þorkel Harðarson, sem vakið hefur mikla athygli á kvikmyndahátíðum á árinu. Aðrar myndir á hátíðinni verða meðal annars Freakonomics, Armadillo og Gasland; allt frábærar heimildamyndir sem fengið hafa frábærar viðtökur víða um heim.

Fjöldi annarra mynda er síðan væntanlegur frá Græna ljósinu í Bíó Paradís á komandi mánuðum.

Á meðfylgjandi ljósmynd innsigla Ísleifur Þórhallsson frá Græna ljósinu og Lovísa Óladóttir hjá Bíó Paradís upphafið að farsælu samstarfi.

Fréttir/pistlar
Engin skoðun á “Samstarf Græna ljóssins og Bíó Paradísar innsiglað”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.