Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
KINO KLÚBBUR: From Hetty To Nancy og Rapturous

KINO KLÚBBUR: From Hetty To Nancy og Rapturous

Oct 11, 2010 Engin skoðun

Það er okkur sérstök ánægja að tilkynna að samstarf hefur tekist með kvikmyndahúsinu og Kinosmiðjunni/Kinoklúbbnum um að reglulegar sýningar á vegum þeirra fari fram í Bíó Paradís.

Kinosmiðjan:

Kinosmiðjan byggir starfsemi sína á sjálfbærri kvikmyndagerð og hefur það að leiðarljósi að kvikmyndagerðarmenn/listamenn á öllum getustigum geti sótt í smiðjuna aðstöðu og búnað til að fullgera súper8 og 16mm kvikmyndir. Megintilgangur með slíkri starfsemi er að viðhalda möguleikunum á því að vinna með filmu sem miðli í listrænum tilgangi. Að skapa vettvang fyrir listamenn og kvikmyndagerðarmenn til þess að vinna sjálfstætt að verkum sínum, auðga hugmyndaflugið og möguleika miðilsins. Smiðjur sem þessar byggja flestar á tilraunkenndri kvikmyndagerð og “do it yourself” sjálfstæðu viðhorfi þar sem hægt er að vinna undir handleiðslu þeirra reynslumeiri en að listamenn og kvikmynda-gerðarmenn geti notað búnað og aðstöðu til að taka upp, klippa, móta og fullgera kvikmynd með sem minnstum tilkostnaði.

Þetta er staður tilrauna og þróunar þar sem lögð er áherslan er á að geta snert miðilinn og litið er á filmuna líkt og leir sem hægt er að móta og vinna með frá upphafi til enda.

Kinoklúbburinn:

Kinoklúbburinn er hluti af Kinosmiðju. Spanna sýningarnar vítt svið kvikmyndalistarinnar , hvort sem það eru stuttmyndir eða myndir í fullri lengd. Þetta er vettvangur sjálfstæðra kvikmyndagerðarmanna sem vinna með smærri tegund filmu þ.e súper8 og 16mm en ýmis tækni er viðhöfð við gerð þess konar mynda.

Heimildarmyndir – hreyfimyndir – kvikmyndadagbækur – framúrstefnu og listrænar kvikmyndir eru dæmi um tegundir mynda sem sýndar eru en oftast nær er ákveðið yrkisefni og/eða kvikmyndagerðarmaður í brennidepli á sýningarkvöldunum.

Ásamt því að sýna myndir frá öllum heimshornum þjónar klúbburinn sem vettvangur til að sýna afrakstur af starfsemi Kinosmiðju.

Dagskrá þriðjudagsins 12. október:

From Hetty To Nancy

  • Tegund og ár: Tilraunamynd, 1997
  • Lengd: 44 mín.
  • Land: Bandaríkin
  • Leikstjóri: Deborah Stratman

EFNI: Brotakennd ferðasaga sem teflir saman andstæðum: þungbúnu íslensku landslagi gegn ofur hvunndagslegum aðstæðum ferðalangsins.

UMSÖGN: Deborah Stratman er lista- og kvikmyndagerðarkona frá Chicago og beinir sjónum sérstaklega að landslagi og kerfum. Myndir hennar leggja áherslu á tiltekin vandamál frekar en að segja hefðbundna sögu og gefa möguleika á fjölbreyttum túlkunum. Margar mynda hennar benda á tengslin milli umhverfisins og hinnar eilífu baráttu mannanna um völd, eignarhald, yfirráð og stjórnun.

Sjá nánar um Deborah Stratman hér.

  • DAGSKRÁ: Kino-klúbburinn
  • SÝND: 12. október

Rapturous

  • Tegund og ár: Tilraunamynd, 1984
  • Lengd: 7 mín.
  • Land: Bandaríkin
  • Leikstjóri: Tatsu Aoki

EFNI: Bílastæðahús lyftir sér yfir hvunndaginn með tilraunakenndri prenttækni.

UMSÖGN: Tatsu Aoki er kunnur listamaður, tónskáld, tónlistarmaður, kennari og kvikmyndagerðarmaður. Hann hefur gert yfir 60 kvikmyndir og sýnd þær um allan heim. Sjá nánar um hann hér.

  • DAGSKRÁ: Kino-klúbburinn
  • SÝND: 12. október
Kvikmyndir
Engin skoðun á “KINO KLÚBBUR: From Hetty To Nancy og Rapturous”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.