Norð Vestur
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2010
- Lengd: 100 mín.
- Land: Ísland
- Stjórnandi: Einar Þór Gunnlaugsson
- Kvikmyndataka á Vestfjörðum: Jóhannes Jónsson.
- Kvikmyndataka í Reykjavík: Arnar Steinn Friðbjarnason.
- Þrívídd og brellur: Halldór Bragason.
- Tónlist: Gunnar Tynes, Sigurlaug Gísladóttir, Kristinn Gunnar Blöndal, Frosti Runólfsson.
- Hljóðmix: Bíóhljóð.
- Förðun: Svala Sif Sigurgeirsdóttir, Eva Björg Eyjólfsdóttir.
- Framleiðandi: Einar Þór Gunnlaugsson fyrir Passport Kvikmyndir.
EFNI: Norð Vestur rekur atburðarrás björgunaraðgerða á Flateyri eftir að mikið snjóflóð fell á bæinn aðfaranótt 26. október 1995. Áður en aðstoð barst Flateyringum voru þeir einir í nærri fimm klukkustundir að leita, finna og grafa upp nágranna sína, vini og ættingja, og skipuleggja aðgerðir. Margar hindranir voru í vegi björgunarsveita úr nágrannabyggðum og af landinu öllu, bæði veðurofsi og snjóflóðahætta. Snjóflóðið reyndist eitt mannskæðasta snjóflóð á Íslandi og markaði árið 1995 tímamót í hamfarasögu landsins, en alls fórust 35 manns í flóðum það ár.
Þessi einstæði atburður er mörgum í fersku minni, en frá honum segja yfir 40 einstaklingar, heimafólk frá Flateyri, aðstandendur, björgunar- og fjölmiðlafólk og fjöldi þjóðþekktra Íslendinga. Einnig einstaklingar sem lentu í flóðinu og voru grafnir undir snjó í allt að 9 klukkustundir.
- DAGSKRÁ: Nýjar myndir
- SÝND FRÁ: 22. október 2010