ARNARHREIÐRIÐ: Fistful of Dynamite
- Tegund og ár: Leikin mynd, 1971
- Lengd: 157 mín.
- Land: Ítalía
- Texti: (Á ensku)
- Leikstjóri: Sergio Leone
- Aðalhlutverk:Rod Steiger, James Coburn og Romolo Valli
- Dagskrá: Arnarhreiðrið
- Sýnd frá: 23. mars 2011
EFNI: Mexíkó 1913. Það er byltingarástand í landinu. Sprengjusérfræðingur Írska lýðveldishersins (IRA) er á flótta þegar hann rekst á gráðugan mexíkóskan bófa sem hyggst ræna banka og njóta til þess þjónustu sprengjusérfræðingsins. Bankinn reynist hinsvegar vera fangelsi fyrir pólitíska fanga og þeir félagar dragast inní byltingarátökin.
UMSÖGN: Myndin er einnig þekkt sem Duck, You Sucker! og Once Upon a Time The Revolution (ítalska: Giù la testa) og telst annar hluti Once Upon a Time þríleiks Leone (hinar tvær eru Once Upon a Time in the West og Once Upon a Time in America). Þetta er síðasti vestrinn sem Leone gerði og er af mörgum talin hans vanmetnasta mynd.