Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
ÞÖGLAR: Der letzte Mann (Sá hlær best…)

ÞÖGLAR: Der letzte Mann (Sá hlær best…)

Mar 30, 2011 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Þögul leikin mynd, 1924
  • Lengd: 77 mín.
  • Land: Þýskaland
  • Leikstjóri: F.W. Murnau
  • Aðalhlutverk: Emil Jannings, Maly Delschaft og Max Hiller
  • Dagskrá: Þöglar myndir með Oddnýju Sen.
  • Sýnd: 31. mars 2011

UMSÖGN: Der Letzte Mann eftir Friedrich Wilhelm Murnau (Nosferatu, Faust, Sunrise) var gerð árið 1924 og þykir með áhrifaríkari verkum þýsku gullaldarinnar frá 1918-1933. Hún fjallar um dyravörð á fínu hóteli (Emil Jannings) sem er lækkaður í tign og missir þar með sjálfsvirðingu og heiður. Murnau fann upp nýjungar í kvikmyndatækni sem hann beitti við gerð myndarinnar og þykja sjálfsagðar í dag, en er frumherjaverk á þessum síðustu árum fyrir hljóðbyltinguna. Örlög dyravarðarins láta engan ósnortinn og við fylgjumst með viðbrögðum fjölskyldu og vina hans og upplifum sorg hans og gleði í gegnum hlutlægt sjónarhorn kvikmyndatökuvélarinnar sem þarna var notað í eitt af fyrstu skiptum í kvikmyndasögunni.

Oddný Sen kvikmyndafræðingur flytur stutt erindi á undan sýningu myndarinnar.

Austurríki, Kvikmyndir
Engin skoðun á “ÞÖGLAR: Der letzte Mann (Sá hlær best…)”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.