Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Mary and Max

Mary and Max

Jun 05, 2011 Engin skoðun
  • TEGUND OG ÁR: Leikin mynd, 2009
  • LENGD: 92 mín.
  • LAND: Ástralía
  • TEXTI: Íslenskur
  • LEIKSTJÓRI: Adam Elliot
  • AÐALHLUTVERK: Toni Collette, Philip Seymour Hoffman, Eric Bana
  • DAGSKRÁ: Nýjar myndir
  • SÝND FRÁ: 10. júní

EFNI: Mary Daisy Dinkle (Toni Collette) er ung stúlka sem býr við bágar aðstæður í Ástralíu. Foreldrarnir eru til skammar og hún er lögð í einelti í skólanum. Hún gerist pennavinur manns í New York, Max  Jerry Horowitz (Philip Seymour Hoffman) að nafni. Max þjáist af offitu og geðrænum kvillum en þau tengjast vegna sameiginlegrar ástar á súkkulaði og skilja einmanaleika hvors annars. Við fylgjumst með sambandi þeirra þróast í um áratug. Á þessum tíma giftir Mary sig og útskrifast úr háskóla en Max vinnur í lotteríinu. Mary skrifar bók um vin sinn, sem þjáist af Asperger heilkenninu, en þegar Max kemst að því bregst hann hinn versti við og slítur sambandinu. Mary ákveður að fara til New York til að freista þess að friðmælast við besta vin sinn.

UMSÖGN: Þessi bráðfyndna og hjartnæma leirbrúðumynd hefur unnið til fjölda verðlauna á kvikmyndahátíðum um allan heim sem og frábæra dóma gagnrýnenda.

Ástralía, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Mary and Max”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.