Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Pólskir kvikmyndadagar – frítt inn

Pólskir kvikmyndadagar – frítt inn

Jun 06, 2011 Engin skoðun

Dagana 10.-12. júní verða Pólskir kvikmyndadagar í Bíó Paradís. Sýndar verða fjórar kvikmyndir frá sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, gullaldarskeiði pólskra kvikmynda og er aðgangur ókeypis.

Óperusöngkonan Gabriela de Silva, sem starfar með mörgum óperuhúsum í Póllandi, kemur fram á opnunarkvöldinu, 10. júní kl. 19:00 og syngur verk sem byggt er á ýmsum lögum úr pólskum kvikmyndum frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Umgjörð tónleikanna er hönnuð af pólska listahópnum rzysztofjastrubczakłukaszkaczmarek.

Allir velkomnir. Myndirnar eru sýndar með enskum texta.

Pólskir kvikmyndadagar eru haldnir að undirlagi Tarnow City Gallery,ásamt Kronika Center for Contemporary Arts með stuðningi Sendiráðs Póllands á Íslandi og í samvinnu við Pólsku kvikmyndastofnunina.

Nánari upplýsingar fást hér.

  • 10. JÚNÍ KL. 20:00

 

Næturlestin / Pociag (1959)

Leikstjóri:  Jerzy Kawalerowicz. 99 mín.

Jerzy fer um borð í lest sem er á leið til Eystrasaltsstrandarinnar. Hann lítur út fyrir að vera á flótta. Jerzy deilir svefnklefa með konu sem einnig virðist vera að flýja eitthvað. Við fáum að vita að lögreglan leitar morðingja en er Jerzy sá rétti?

  • 11. JÚNÍ KL. 20:00

Loftköst / Salto (1965)

Leikstjóri: Tadeusz Konwicki. 104 mín.

Maður nokkur kemur í smábæ sem hann kveðst hafa heimsótt áður. Nærvera hans hefur mikil áhrif á þorpsbúa. Maðurinn heldur því fram að hann sé kunnur leikari af gyðingaættum sem verið hefur í felum í stríðinu. Kona mannsins vitjar hans í þorpið og sakar hann um að hafa hlaupist á brott. Maðurinn flýr til annars þorps.

  • 11. JÚNÍ KL. 22:00

Einkenni: engin / Rysopis (1964)

Leikstjóri: Jerzy Skolimowski. 73 mín.

Háskólanemi ákveður að skrá sig í herinn. Hann hefur aðeins nokkrar klukkustundir til að ganga frá lífi sínu áður en herþjálfun hefst. Hann fer heim, sækir veikan hund sinn og lætur svæfa hann. Þá reynir hann að stunda hvílubrögð með fallegri stúlku. Loks fer hann í búðina þar sem kona hans vinnur, en kemst þá að því að hún er vændiskona.

  • 12. JÚNÍ KL. 20:00

Hnífur í vatni / Nóz w wodsie (1963)

Leikstjóri: Roman Polanski. 94 mín.

Myndin sem skóp nafn Polanskis. Eldri maður og ung eiginkona hans pikka upp ungan mann. Þau eru á leið í siglingu á skútu sinni og ungi maðurinn slæst í för. Hann laðast að eiginkonunni og karlmennirnir slást með þeim afleiðingum að ungi maðurinn fellur útbyrðis. Eldri maðurinn hyggst bjarga honum en finnur ekki unga manninn og syndir í land. Á meðan hefur ungi maðurinn falið sig bakvið bauju. Í framhaldinu upphefst æsispennandi styrjöld.

http://www.pawelandwawel.org

Evrópa, Kvikmyndir, Pólland
Engin skoðun á “Pólskir kvikmyndadagar – frítt inn”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.