Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
A Separation (Skilnaður)

A Separation (Skilnaður)

Sep 01, 2012 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Leikin mynd, 2011
  • Lengd: 123 mín.
  • Land: Íran
  • Texti: Íslenskur
  • Leikstjóri: Asghar Farhadi
  • Aðalhlutverk: Peyman Moadi, Leila Hatami og Sareh Bayat
  • Dagskrá: Nýjar myndir
  • Sýnd frá: 14. september 2012

EFNI: Hjón í Tehran standa frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Eiga þau að freista þess að bæta lífsgæði sín og barns síns með því að flytja erlendis eða dvelja áfram í Íran og líta eftir öldruðum föður eiginmannsins sem er með Alzheimer sjúkdóminn. Eiginmaðurinn vill vera kyrr og í örvæntingu sinni flytur konan út. Eiginmaðurinn ræður ráðskonu til að hjálpa föður sínum en sökum reynsluleysis verður henni á, sem hefur afdrifaríkar afleiðingar í för með sér.

UMSÖGN: Það er erfitt að koma því til skila hversu þessi kvikmynd um hjónaband í vandræðum er bæði heillandi og gríðarlega spennandi. Maður situr á sætisbríkinni allan tímann, milli vonar og ótta um hvernig fari. Það er ekki að ástæðulausu að þessi stórkostlega mynd vann Óskarsverðlaunin á þessu ári sem besta erlenda myndin og Gullbjörninn á Berlínarhátíðinni, auk þess að skipa efstu sæti á listum fjölda gagnrýnenda yfir bestu myndir ársins. Þess má og geta að hún er með “99% Fresh Rating” á Rotten Tomatoes og 95 stig af 100 mögulegum á Metacritic.com.

Úr umsögnum gagnrýnenda:

“Showing a control of investigative pacing that recalls classic Hitchcock and a feel for ethical nuance that is all his own, Farhadi has hit upon a story that is not only about men and women, children and parents, justice and religion in today’s Iran, but that raises complex and globally relevant questions of responsibility, of the subjectivity and contingency of ‘telling the truth’, and of how thin the line can be between inflexibility and pride – especially of the male variety – and selfishness and tyranny.” – Lee Marshall, Screendaily

“Tense and narratively complex, formally dense and morally challenging… The provocative plot casts a revealing light on contempo Iranian society, taking on issues of gender, class, justice and honor as a secular middle-class family in the midst of upheaval winds up in conflict with an impoverished religious one.” – Alissa Simon, Variety

“You cannot watch the film without feeling kinship with the characters and admitting their decency as well as their mistakes.” – David Thomson, The New Republic

A Separation will become one of those enduring masterpieces watched decades from now”. – Roger Ebert, The Chicago Sun-Times

Íran, Kvikmyndir
Engin skoðun á “A Separation (Skilnaður)”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.