Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Góð aðsókn á Evrópsku kvikmyndahátíðina

Góð aðsókn á Evrópsku kvikmyndahátíðina

Nov 26, 2012 Engin skoðun

Alls sóttu um 1300 manns fyrstu Evrópsku kvikmyndahátíðina í Reykjavík (REFF 2012) sem haldin var í Bíó Paradís 16.-25 nóvember. Sýndar voru 14 kvikmyndir, flestar þeirra nýjar myndir sem farið hafa sigurför um kvikmyndahátíðir heimsins á undanförnum mánuðum. Einnig voru haldnar sýningar á þremur myndum gríska meistarans Theo Angelopoulos sem lést fyrr á árinu. Vinsælustu myndir hátíðarinnar voru Tabu (Tabú) frá Portúgal, Les seigneurs (Gaurarnir) frá Frakklandi og The Deep Blue Sea (Hafið djúpa bláa) frá Bretlandi. Þá var einnig mjög fín aðsókn á myndir Angelopoulos sem og á sérstaka sýningu á bresku kvikmyndinni Tyrannosaur (Skemmd epli) sem haldin var til styrktar UN Women á Íslandi.

REFF 2012 var haldin í samvinnu Bíó Paradísar, Evrópustofu og sendinefndar ESB á Íslandi með aðkomu UN Women á Íslandi. Stefnt er að því að gera hátíðina að árlegum viðburði.

Fréttir/pistlar
Engin skoðun á “Góð aðsókn á Evrópsku kvikmyndahátíðina”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.