Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Svartir sunnudagar: Morðsaga

Svartir sunnudagar: Morðsaga

Jan 21, 2013 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1977
  • Lengd: 93 mín.
  • Land: Ísland
  • Leikstjóri: Reynir Oddsson
  • Aðalhlutverk: Guðrún Ásmundsdóttir, Steindór Hjörleifsson og Þóra Sigurþórsdóttir
  • Dagskrá: Svartir sunnudagar
  • Sýnd: 27. janúar kl. 20:00, með góðfúslegu leyfi framleiðanda.
Plakat sérstaklega gert fyrir Svarta sunnudaga eftir Jónas Reynir Gunnarson og Friðgeir Jóhannes Kristjánsson.

Plakat sérstaklega gert fyrir Svarta sunnudaga eftir Jónas Reynir Gunnarson og Friðgeir Jóhannes Kristjánsson.

EFNI: Myndin segir frá ríkum forstjóra sem hefur misst sjónar á góðum gildum. Á ríkmannlegu heimilinu búa með honum drykkfelld, heimavinnandi eiginkona og uppeldisdóttir hans sem er ráðvillt og reikandi. Maðurinn fær ekki ráðið við ómótstæðilega girnd sem uppeldisdóttirin vekur í brjósti hans. Í örvæntingu er gripið til örþrifaráða.

UMSÖGN: Íslenskar bíómyndir fyrir frumsýningu Morðsögu voru afar fáar og langt á milli þeirra. Morðsögu, sem frumsýnd var 1977, má kalla vorboða íslenskra kvikmynda enda hófst samfelld framleiðsla þeirra tveimur árum síðar og hefur eftir það ekki liðið ár án frumsýningar íslenskrar bíómyndar. Myndin þótti sæta miklum tíðindum, enda fékk hún mjög góða aðsókn þegar hún var sýnd í íslenskum bíóhúsum. Það sem kemur á óvart er hversu þroskað verk hún er að mörgu leyti þrátt fyrir að vera gerð við þröngan kost – og hversu sterkan samhljóm hún á með stefnum og straumum  í alþjóðlegri kvikmyndagerð þessara ára. Þetta er ekki síst athyglisvert þegar haft er í huga að hún er gerð í tómarúmi hvað varðar þekkingu, aðstöðu og aðrar forsendur hér á landi. Í þessum aðstæðum birtist okkur kvikmynd sem er ekki aðeins nútímaleg, heldur unnin af leikstjóra sem hefur greinilega ástríðu, áhuga og tilfinningu fyrir möguleikum miðilsins. Myndin var einnig í samtali við tíðarandann á íslandi á þessum árum þar sem Geirfinns og Guðmundarmálið var í hámarki í fjölmiðlum.

Myndin fékk góða umsögn í íslenskum fjölmiðlum. Einn sagði hana “opna glufu inní rotnandi borgaralegt samfélag”. Þegar myndin var sýnd í sænska ríkissjónvarpinu voru gagnrýnendur ánægðir. Einn sagði myndina fjalla um “sálrænan og líkamlegan sadisma”. Annar spurði, “hvernig getur þjóð sem ekki telur fleiri en 220 þúsund íbúa, skilað frá sér þvílíku byrjendaverki?”

Ítarlegt viðtal frá 1997 við Reyni Oddsson, leikstjóra og framleiðanda myndarinnar, má lesa hér.

 

Svartir sunnudagar í Bíó Paradís

Sigurjón Kjartansson, Hugleikur Dagsson og Sjón standa fyrir Svörtum sunnudögum í Bíó Paradís. Páll Óskar Hjálmtýsson hefur ennfremur bæst í hópinn.

Þeir Hugleikur Dagsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigurjónarnir tveir, Kjartansson og Sigurðsson (Sjón) hafa stofnað cult og klassík hópinn Svarta sunnudaga, sem mun standa fyrir vikulegum kvikmyndasýningum í Bíó Paradís á sunnudagskvöldum í vetur. Fyrir þeim félögum vakir að auðga bíómenningu borgarinnar og njóta lífsgæðanna sem felast í því að klassískar cult myndir séu sýndar í reykvískum bíósal a.m.k. einu sinni í viku. Eftir mikla rekistefnu ákváðu þeir þremenningar að sunnudagskvöld væru bestu kvöldin fyrir svona nokkuð, enda hafa sunnudagskvöld fest sig í sessi í bíómenningu okkar sem aðal-bíókvöldin. Auk þess hefði verið kjánalegt að vera með sýningar t.d. á þriðjudögum undir nafninu Svartir sunnudagar.

 

Ísland, Kvikmyndir, Svartir sunnudagar
Engin skoðun á “Svartir sunnudagar: Morðsaga”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.