Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Svartir sunnudagar: Cannibal Holocaust

Svartir sunnudagar: Cannibal Holocaust

Feb 13, 2013 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Leikin mynd, 1980
  • Lengd: 95 mín.
  • Land: Ítalía
  • Leikstjóri: Ruggero Deodato
  • Aðalhlutverk: Robert Kerman, Francesca Ciardi, Perry Pirkanen
  • Dagskrá: Svartir sunnudagar
  • Sýnd: 17. febrúar 2013

Kvikmyndin Cannibal Holocaust er næst á dagskrá Svartra sunnudaga, sem liður í Forboðnum febrúar, sem hefur heldur betur slegið í gegn. Cannibal Holocaust er n.k. grundvallarmynd bannlistans sem Kvikmyndaeftirlit Ríkisins kom á í upphafi níunda áratugsins.

Blaldur Björnsson Blaldur Björnsson gerir plakatið af Cannibal Holcaust fyrir Svarta sunnudaga.

 Blaldur Björnsson gerir plakatið af Cannibal Holcaust fyrir Svarta sunnudaga.

EFNI: Myndin segir frá leiðangri nokkura kvikmyndagerðamanna til Suður Ameríku þar sem hugmyndin er að gera heimildamynd um ættbálka í frumskóginum. Þegar kvikmyndagerðamennirnir skila sér ekki heim er farið að grennslast fyrir um þá og ekkert finnst nema filmubútar úr leiðangrinum. Þessar filmur hafa að geyma vægast sagt óhugnanlega hluti.

UMSÖGN: Myndin var bönnuð víða um heim, bæði vegna þess að hún þótti ansi ofbeldisfull, en þó aðallega vegna þess orðróms sem spurðist út um að kona hefði verið myrt í raun og veru fyrir framan myndavélarnar. Eftir rannsókn kom þó í ljós að engin fótur var fyrir því en leikstjórinn, ítalinn Ruggero Deodato, var nokkuð upp með sér að hinar einföldu brellur hefðu þótt svona raunsæislegar. Þessar brellur fólust einna helst í því að hafa myndavélina sem mest á hreyfingu eins og um fréttamynd væri að ræða.

Með Cannibal Holocaust gerðist Ruggero Deodato brautryðjandi innan ákveðins kima hryllingsmyndalistarinnar. Myndir eins og Blair Witch Project og The Last Exorcism eru gerðar undir greinilegum áhrifum frá Cannibal Holocaust og hafa margir af helstu meisturum mært hana, m.a. má nefna Sergio Leone sem skrifaði Deodato í bréfi “Kæri Ruggero. Hvílík mynd! Miðjukaflinn er meistarasmíð í kvikmyndalegu raunsæi og öll myndin er svo raunveruleg að ég er hræddur um að þú sért að fara að koma þér í klandur útum allan heim”. Og hann reyndist sannspár.

Svartir sunnudagar í Bíó Paradís

Sigurjón Kjartansson, Hugleikur Dagsson og Sjón standa fyrir Svörtum sunnudögum í Bíó Paradís. Páll Óskar Hjálmtýsson hefur ennfremur bæst í hópinn.

Þeir Hugleikur Dagsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigurjónarnir tveir, Kjartansson og Sigurðsson (Sjón) hafa stofnað cult og klassík hópinn Svarta sunnudaga, sem mun standa fyrir vikulegum kvikmyndasýningum í Bíó Paradís á sunnudagskvöldum í vetur. Fyrir þeim félögum vakir að auðga bíómenningu borgarinnar og njóta lífsgæðanna sem felast í því að klassískar cult myndir séu sýndar í reykvískum bíósal a.m.k. einu sinni í viku. Eftir mikla rekistefnu ákváðu þeir þremenningar að sunnudagskvöld væru bestu kvöldin fyrir svona nokkuð, enda hafa sunnudagskvöld fest sig í sessi í bíómenningu okkar sem aðal-bíókvöldin. Auk þess hefði verið kjánalegt að vera með sýningar t.d. á þriðjudögum undir nafninu Svartir sunnudagar.

 

Ítalía, Kvikmyndir, Svartir sunnudagar
Engin skoðun á “Svartir sunnudagar: Cannibal Holocaust”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.