Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Call me Kuchu og baráttukonan Kasha Jaqueline í Bíó Paradís

Call me Kuchu og baráttukonan Kasha Jaqueline í Bíó Paradís

Apr 10, 2013 Engin skoðun

Baráttukonan Kasha Jacqueline í Bíó Paradís – Sýning á kvikmyndinni Call me Kuchu Þriðjudaginn 23. apríl klukkan 20:00. Miðaverð er 750. Hægt er að kaupa miða hér

Kasha Jacqueline Nabagesere er hugdjörf baráttukona fyrir réttindum hinsegins fólks í Úganda. Þrátt fyrir ofsóknir og morðhótanir hefur Kasha ekki látið deigan síga og ferðast vítt og breitt um heiminn til að kynna málefnið. Nú gefst Íslendingum færi á að kynna sér stöðu hinsegin fólks í Úganda, því Kasha heldur erindi og svarar spurningum gesta að lokinni sýningu myndarinnar Kallið mig Kuchu sem fjallar um baráttu samkynhneigðra í landinu.

Kasha Jacqueline Nabagesera er mikilvirt baráttukona fyrir réttindum hinsegin fólk í Úganda en þar í landi er samkynhneigð bönnuð með lögum. Víða í Afríku nýtur hinsegin fólk ekki mannréttinda og í nokkrum löndum í álfunni liggur dauðarefsing við samkynhneigð. Nabagesera hefur oft hætt lífi sínu fyrir málstaðinn og þrátt fyrir ofsóknir og morðhótanir lætur hún ekki deigan síga heldur ferðast vítt og breitt um heiminn til að kynna málefnið.

Nabagesera er jafnframt stofnandi og framkvæmdastjóri samtaka sem kallast Freedom and Roam Uganda en þau eru ein megin baráttusamtök hinsegin kvenna í landinu. Nabagesera hefur sýnt takmarkalaust hugrekki með því að koma fram á opinberum vettvangi í Úganda, ein sú fyrsta úr samfélagi hinsegin fólks, og tala gegn hómófóbíu m.a. í ríkissjónvarpi og útvarpi.

Kasha Jacqueline Nabagesara

Árið 2010 birti úganska fréttablaðið Rolling Stone myndir og nöfn landa sinna sem blaðið staðhæfði að væri hinsegin fólk, undir fyrirsögninni „Hengjum þau“! Nafn Nabagesera og samstarfsfélaga hennar David Kato var meðal þeirra sem birt var í blaðinu ásamt mynd en þau kærðu síðar fréttablaðið fyrir að hvetja til ofbeldis í garð hinsegin fólks og brutu þannig blað í mannréttindabaráttunni í Úganda. Nabagesera skýrði sjálf þetta skref þannig að þau hafi gert tilraun til að „vernda það einkalíf og öryggi sem allir eiga rétt á“.

David Kato var síðar myrtur í kjölfar lagadeilunnar við blaðið. Nabagesera er starfandi endurskoðandi en nam lögfræði og lauk gráðu í mannréttindalögum í Úganda sem hefur styrkt hana í baráttunni. Hún hefur bent á að ríkisstjórn Úganda brjóti stöðugt alþjóðlega mannréttindasamninga sem ríkisstjórnin hefur undirritað og fullgilt.

Í október árið 2011 vann hún til Martin Ennals-verðlaunanna fyrir starf sitt í þágu mannréttinda, en hún er fyrsti samkynhneigði einstaklingurinn til að hljóta verðlaunin. Verðlaunin eru viðurkenning á þrautseigju og staðfestu Nabagesera við að berjast fyrir rétti hinsegin fólks og binda enda á andrúmsloft ótta sem það upplifir dag hvern í Úganda. Baráttuhugur Nabagesera er baráttufólki fyrir mannréttindum hinsegin fólks um heim allan mikill innblástur.

Kasha Jacqueline Nabagesera er gestur Íslandsdeildar Amnesty International.

 

Fréttir/pistlar
Engin skoðun á “Call me Kuchu og baráttukonan Kasha Jaqueline í Bíó Paradís”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.