BANFF fjallakvikmyndahátíð
Íslenski alpaklúbburinn í samstarfi við Bíó Paradís, Íslenska fjallaleiðsögumenn og 66° Norður kynna hina árlegu BANFF fjallakvikmyndahátíð
Þann 1. og 2. maí verður hátíðin haldin í Bíó Paradís og hefjast sýningar kl. 20:00 Hægt er að kaupa miða á midi.is en til að fá betra verði á bæði kvöldin mælum við sterklega með að mæta í miðasöluna á Hverfisgötu til að tryggja sér miða. Fyrra kvöldið og seinna kvöldið á miði.is.
Á hátíðinni verða sýndar klifurmyndir, skíðamyndir, hjólamyndir og kayakmyndir svo eitthvað sé nefnt. Mikil keyrsla og húmor hafa fylgt þessum sýningum í gegnum árin og má segja að í boði séu um 4 klukkustundir af fjöri á hátíð sem sameinar iðkendur og aðdáendur jaðarsports á Íslandi.
Almennt | Félagsmenn Ísalp | ||
Eitt kvöld: | 1500 kr. | Eitt kvöld: | 1300 kr.* |
Tvö kvöld: | 2200 kr.* | Tvö kvöld: | 2000 kr.* |
* Ef kaupa á miða fyrir bæði kvöldin eða fá klúbbmeðlima afslátt þá þarf að kaupa miðana í miðasölu Bíó paradís, Hverfisgötu 54. |
MIÐVIKUDAGURINN 1.MAÍ KL. 20:00
The Gimp monkeys
Hvað hefur 4 fætur, 3 höfuð og 5 hendur? Klifrarar sem ætla að vera fyrsta fatlaða teymið sem fer upp hinn fræga vegg El Capitan! Mjög skemmtileg og hvetjandi mynd.
Tegund: Klifur
Lengd: 8 mín
Strength in numbers
Stuttmynd um hjólasportið eins og það gerist best, downhill og stökk eru meðal efnis.
Tegund: Fjallahjól
Lengd: 15 mín
Crossing the ice
Tveir Ástralskir ferðalangar ákveða að ganga fyrstir á suðurpólinn án mikillar ferðakunnáttu og til baka en lenda í óvæntu kapphlaupi við norðmann sem stefnir á sama markmið.
Tegund: Ævintýri
Lengd: 44 mín
Hlé
The Denali experiment
Frægir fjallamenn og skíðamenn sameinast. Sage Cattabriga-Alosa og Lucas Debari sem eru frægir skíða- og brettamenn slást í för með Conrad Anker ofl. um að klifra Denali og skíða svo niður.
Tegund: Fjallaskíði
Lengd: 16 mín
Lacon de Catalonia
Hjólastökk, stutt mynd um stökk og trikk bæði á fjallahjólum og mótorkross hjólum í brautum.
Tegund: Hjól
Lengd: 5 mín
Wanna ride?
Skíðað niður há fjöll með fallhlíf á bakinu, farið fram af klettum, milli steina og allt sem fjallið hefur uppá að bjóða.
Tegund: Skíða paraglide
Lengd: 3 mín
Reel rock 7: La Dura Dura
Chris Sharma þarf vart að kynna fyrir neinum sem eru í klifursportinu en hann hefur um árabil verið að finna og leggja erfiðustu klifurleiðir heims.
Tegund: Klifur
Lengd: 28 mín
FIMMTUDAGURINN 2.MAÍ KL. 20:00
Industrial Revolutions
Danny MacAskill hefur fundið nýjan leikvöll á hjólinu sínu en að þessu sinni leggur hann brautir á yfirgefnu iðnaðarsvæði þar sem nóg af járni er til staðar.
Tegund: Hjól
Lengd: 5 mín
Being there
Fjallaskíðun og stökk hjá frændum okkar í Noregi. Lofoten og nágrenni koma m.a. við sögu.
Tegund: Skíði
Lengd: 14 mín
Reel rock 7: Wide Boyz
Off-width klifur er þegar sprungur eru of breiðar til að geta notað eina hendi í einu og eru sumir búnir að þróa með sér tækni til að takast á við slík verkefni.
Tegund: Klifur
Lengd: 12 min
On thin sea ice 2
Sumir leika sér að eldinum, aðrir leika sér að ísnum.
Tegund: Skautar
Lengd: 2 min
The Dream factory
Teton Gravity Research (TGR) hafa um árabil búið til skemmtilegar og flottar extreme skíðamyndir.
Tegund: Skíði
Lengd: 27 min
Hlé
Fow hunters
Nokkrir kayakræðarar fara saman til Nýja Sjálands að róa niður fossa og straumvatn.
Tegund: Kayak
Lengd: 9 mín
The Rollerman
Danny Strasser er mættur aftur til leiks og er að þessu sinni búinn að útbúa sinn eigin “hjólagalla”.
Tegund: Ísklifur
Lengd: 3 mín
On the road – Skiing the void
Frásögn um fjallaskíðun í suður Ameríku.
Tegund: Skíði/saga
Lengd: 7 mín
Lily shreds trailside
Suma vini er einfaldlega ekki hægt að skilja eftir þegar farið er í hjólatúr.
Tegund: Hjól
Lengd: 3 mín
Reel rock 7: Honnold 3.0
Alex Honnold þarf vart að kynna Klifrurum en hann þarf alltaf að toppa sjálfan sig af og til.
Tegund: Fjölbreytt
Lengd: 33 mín