Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Pussy Riot: A Punk Prayer

Pussy Riot: A Punk Prayer

Jul 22, 2013 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Heimildamynd, 2013
  • Lengd: 88 mín
  • Land: Bretland, Rússland
  • Texti: Íslenskur
  • Leikstjóri: Mike Lerner, Maxim Pozdorovkin
  • Aðalhlutverk: Mariya Alyokhina, Natalia Alyokhina, Mark Feygin
  • Dagskrá: Nýjar myndir
  • Sýnd frá: 1. ágúst

Efni: Myndin er tekin upp yfir nokkurra mánaða tímabil, og sýnir ótrúlega sögu þriggja ungra kvenna sem skipa feminísku pönkhljómsveitina Pussy Riot.  Þær  fluttu verkið “Punk Prayer” í dómkirkjunni í Moskvu, en í kjölfarið voru þær handteknar og réttarhöld hófust yfir þeim. Myndin sýnir ótrúleg áður óséð myndskeið frá þeirra baráttu í Rússlandi og hvernig aðlþjóðasamfélagið hefur brugðist við í kjölfarið. Þetta er heimildamyndin sem fólk hefur beðið eftir í ofvæni hérlendis. Myndin er á rússnesku, en er textuð með íslenskum texta. Hér er hægt að lesa sér til um frumsýningu myndarinnar á Facebook en enn er hægt að tryggja sér miða í miðasölu Bíó Paradís eða á miða.is. Við opnunina kennir ýmissa grasa, Kvennapönkhljómsveitin Viðurstyggð mun hita allhressilega upp og léttar veitingar verða í boði frá kl 19:30, en myndin hefst á slaginu kl 20:00.

Pussy Riot er frumsýnd þann 1. ágúst í Bíó Paradís. Hér er hægt að kaupa miða

Bretland, Kvikmyndir, Rússland
Engin skoðun á “Pussy Riot: A Punk Prayer”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.