Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Evrópsk Kvikmyndahátíð (EFFI) 2013

Evrópsk Kvikmyndahátíð (EFFI) 2013

Sep 10, 2013 4 skoðanir

 

EFFI LOGO

Evrópskir kvikmyndagerðarmenn halda áfram að vera fremstir meðal jafningja þegar kemur að frábærum og áhugaverðum kvikmyndum. Evrópsku kvikmyndahátíðinni (European Film Festival Iceland / EFFI), sem fram fer í Bíó Paradís dagana 19.-29. september 2013, er ætlað að gefa þverskurð af því besta sem álfan hefur uppá að bjóða innan kvikmyndagerðar á síðustu misserum. Hátíðin er haldin á vegum Evrópustofu – Upplýsingamiðstöðvar ESB á Íslandi í samstarfi við Bíó Paradís. Hér má skoða dagskrárbækling hátíðarinnar .pdf

Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar: 

Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er pólska kvikmynda- og sjónvarpsleikstýran Agnieszka Holland sem einnig er vel þekktur handritshöfundur  en hún einna þekktust fyrir framlag sitt til pólitískrar kvikmyndagerðar. Hún er ein af fáum starfandi kvenleikstjórum í Hollywood sem hefur getið sér gott orð í listrænni og pólitískri kvikmyndagerð.álfan hefur uppá að bjóða innan kvikmyndagerðar á síðustu misserum. Hátíðin er haldin á vegum Evrópustofu – Upplýsingamiðstöðvar ESB á Íslandi í samstarfi við Bíó Paradís.

Meðal annarra sérviðburða hátíðarinnar er sérstök mótttaka fyrir börn í tilefni frumsýningar lettnesku barnamyndarinnar „Mamma ég elska þig“ (Mother, I Love You) og fjörug dansveisla til heiðurs evrópskrar dansmenningar í kjölfar sýningar heimildamyndarinnar „Shut Up and Play the Hits“.

Þetta er í annað sinn sem Bíó Paradís stendur fyrir Evrópskri Kvikmyndahátíð í samvinnu við upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi og eins og í fyrra, verður þjóðinni boðið í bíóferð til Evrópu við setningu hátíðarinnar. Það eru því þrjár opnunarmyndir sýndar samtímis í Bíó Paradís og aðgangur er öllum frjáls og ókeypis þann 19. september kl 19:30. Miðaverð

Það er okkar von að Evrópsk Kvikmyndahátíð verði að árlegum viðburði  þar sem kastljósinu er beint að evrópskri kvikmyndagerð og menningu. Evrópulönd eru stærstu samstarfsaðilar Íslands í kvikmyndagerð og mun fulltrúi MEDIA áætlunarinnar í Evrópu sækja hátíðina heim ásamt blaðamönnum nokkurra stærstu dagblaða í Evrópu.

Boðið verður upp á 12 nýjar og nýlegar myndir frá Evrópu auk eldri mynda í leikstjórn heiðursgestsins Agnieszku Holland.

Almennt miðaverð á EFFI er 700 kr.

Myndir hátíðarinnar:

The Broken Circle Breakdown (Belgía / Holland 2012) 111 MÍN.
LEIKSTJÓRI: Felix Van Groeningen. AÐALHLUTVERK: Veerle Baetens, Johan Heldenbergh, Nell Cattrysse. ENSKUR TEXTI.
The Broken Circle Breakdown er nýjasta mynd leikstjórans Felix van Groeningen. Myndin er byggð á vinsælu samnefndu leikriti eftir Johan Heldenbergh og Mieke Dobbels og segir sögu Elise og Didier, tveggja mjög svo ólíkra einstaklinga sem kynnast fyrir tilviljun. Þau verða ástfangin, gifta sig og Elise verður óvænt ólétt. Þegar barn þeirra greinist með ólæknandi sjúkdóm reynir á samband þeirra. Myndin hefur farið sigurför um Evrópu og meðal annars hlotið verðlaun fyrir bestu Evrópsku myndina af Europa Cinemas Label og áhorfendaverðlaun Berlinale 2013. Myndin er tilnefnd til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2013.

Fegurðin mikla (La grande bellezza) (Ítalía / Frakkland 2013) 142 MÍN
LEIKSTJÓRI:  Paolo Sorrentino. AÐALHLUTVERK: Toni Servillo, Carlo Verdone, Sabrina Ferilli. ENSKUR TEXTI
Fegurðin mikla er ítölsk/frönsk mynd eftir leikstjórann Paolo Sorrentino. Myndin gerist í Róm og segir sögu rithöfundar sem á erfitt með að horfast í augu við að vera farinn að eldast og lítur með biturleika aftur á ástríðufull ár sín sem ungs manns. Kvikmyndin var meðal annars tilnefnd til Palme d’Or verðlaunanna á Cannes kvikmyndahátíðinni 2013 og hlaut verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku á ítölsku Golden Globe kvikmyndahátíðinni.

Kvöl (Child‘s Pose) (Rúmenía 2012) 112 MÍN
LEIKSTJÓRI: Călin Peter Netzer. AÐALHLUTVERK: Luminita Gheorghiu, Bogdan Dumitrache, Natasa Raab. ENSKUR TEXTI
Kvöl er rúmensk kvikmynd eftir leikstjórann Călin Peter Netzer. Myndin segir sögu Corneliu, stjórnsamrar móður sem sér sér leik á borði til að ná stjórn á fullorðnum syni sínum eftir að hann er ákærður fyrir manndráp. Myndin var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín þar sem hún hlaut hin virtu Golden Bear verðlaun árið 2013.

Hunang (Miele) (Frakkland / Ítalía 2013) 100 MÍN
LEIKSTJÓRI: Valeria Golino. AÐALHLUTVERK: Jasmine Trinca, Carlo Cecchi, Libero De Rienzo.  ENSKUR TEXTI
Irene býr ein og lifir heldur einangruðu lífi. Hún vinnur við aðhlynningu dauðvona fólks og aðstoðar það m.a. með lyfjagjöfum. Dag einn þá gefur hún sjúklinginum Grimaldi sem er nýlagstur inn of stórann lyfjaskammt til þess eins að sannreyna það að að hann sé í raun og veru langt frá því að vera veikur. Samband Irene og Grimaldi er þrungið spennu og þróast á þann veg að líf hennar verður aldrei samt. Myndin hlaut verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2013. Hún er einnig tilnefnd til Lux verðlaunanna árið 2013.

Gyllta búrið (The Gilded Cage) (Frakkland/ Portúgal 2013) 90 MÍN
LEIKSTJÓRI: Ruben Alves. AÐALHLUTVERK: Rita Blanco, Joaquim de Almeida, Roland Giraud. ENSKUR TEXTI.
Sprenghlægileg gamanmynd sem segir frá útivinnandi Portúgölsku pari, þeim Maríu og José, sem hefur verið búsett í París í tæp 30 ár. Í gegn um árin hafa þau tengst fólkinu í umhverfi sínu svo um munar og því takast þau á við möguleikann á að snúa aftur til Portúgal, þar sem þeirra verður sárt saknað. Hversu langt munu nágrannar þeirra, fjölskylda og vinnuveitendur ganga til þess að koma í veg fyrir það að þau flytji? Því að innst inni vilja þau María og José fara frá Frakklandi, og flýja hið gullna búr sem þau hafa skapað sér í París. Myndin er tilnefnd til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2013.

Oh Boy (Þýskaland 2012) 85 MÍN
LEIKSTJÓRI: Jan Ole Gerster.  AÐALHLUTVERK: Tom Schilling, Katharina Schüttler, Justus von Dohnányi. ENSKUR TEXTI.
Oh Boy er margverðlaunuð þýsk grínmynd frá 2012 og er frumraun leikstjórans Jan Ole Gerster. Myndin er svarthvít og segir frá sólarhringi í lífi Niko, ungs manns sem er atvinnulaus og hættur í námi, þar sem hann rekur stefnulaust um götur Berlínar og allt virðist ganga á afturfótunum. Myndin hefur hlotið fjöldan allann af verðlaunum, meðal annars German Film Award (Lola) 2013 fyrir bestu myndina, en það eru virtustu verðlaun innan þýskrar kvikmyndaiðnaðarins, auk Lola verðlauna fyrir besta handrit, besta leikara í aðalhlutverki (Tom Schilling), besta aukaleikara (Michael Gwisdek) og bestu kvikmyndatónlist. Myndin er tilnefnd til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2013.

Mamma, ég elska þig (Mother, I Love You) (Lettland 2013) 82 MÍN
LEIKSTJÓRI: Janis Nords.  AÐALHLUTVERK: Kristofers Konovalovs, Vita Varpina, Matiss Livcans.  ÍSLENSKUR TEXTI.
Mamma, ég elska þig er raunsæ dramatísk mynd sem gefur áhorfandanum innsýn inn í tilfinningalíf viðkvæms ungs drengs, Raimond. Í myndinni er því líst á einstaklega viðkæmann hátt þeim samskiptum sem móðir og sonur þurfa að glíma við til þess að endurbyggja samband sitt. Myndin hefur unnið til fjölda verðlauna m.a. á Berlinale kvikmyndahátíðinni 2013 og á kvikmyndahátíðinni í Los Angeles 2013, sem og á kvikmyndahátíðinni í Zlin vann hún til verðlauna Evrópsku barnakvikmyndasamtakanna.

Í blóma (In Bloom) (Georgía/Frakkland/Þýskaland 2013) 102 MÍN
LEIKSTJÓRAR: Nana Ekvtimishvili, Simon Groß. AÐALHLUTVERK: Lika Babluani, Mariam Bokeria, Zurab Gogaladze. ENSKUR TEXTI.
Myndin gerist í upphafi tíunda áratugarins í Tbilisi, höfuðborg Georígu sem hafði þá nýorðið sjálfstætt ríki eftir fall Soviétríkjanna. Í landinu blasir við ofbeldi, stríð á Svartahafsströndinni (Abkhazia) og í myndinni er því vanréttlæti sem hrjáði samfélagið lýst. Fyrir Eku og Natiu, fjórtán ára samrýmdar vinkonur, þá opinberast lífið á einhvern hátt á öllum sviðum tilverunnar, bæði úti á götu, í skólanum og með vinum og eldri systur. Þó svo að þær séu að upplifa samfélag þar sem karlkynið ræður ríkjum, þar sem ungur giftingaraldur og blekkingar í ástarmálum eru daglegt brauð, þá er lífið í blóma og heldur áfram sinn vanagang. Myndin vann til verðlauna CICAE á Berlinale, kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 2013 og FIRPRESCI verðlaunin á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Hong Kong ásamt fjölda annarra verðlauna.

Shut up and Play the Hits  (Heimildamynd/ Bretland 2012) 108 MÍN
LEIKSTJÓRAR: Will Lovelace, Dylan Southern. AÐALPERSÓNUR: James Murphy, Chuck Klosterman, Keith Anderson. ENSKUR TEXTI.

Shut Up and Play the Hits er heimildamynd frá 2012 eftir Dylan Southern og Will Lovelace. Myndin fylgir framlínumanni hljómsveitarinnar LCD Soundsystem, James Murphy, á 48 tíma tímabili, frá deginum sem hljómsveitin hélt sína síðustu tónleika í Madison Square Garden og þar til morguninn eftir tónleikana. Í myndinni eru einnig sýnd brot úr viðtali sem poppmenningar blaðamaðurinn Chuck Klosterman tók við Murphy. Myndin vann verðlaun fyrir „bestu efnistök á lifandi tónlist“ á Bresku myndbandatónlistarverðlaununum árið 2012.

Evrópa Evrópa (Europa Europa) (Þýskaland / Frakkland / Pólland 1990) 112 MÍN

LEIKSTJÓRI: Agnieszka Holland. AÐALPERSÓNUR: Solomon Perel, Marco Hofschneider, René Hofschneider. ENSKUR TEXTI

Myndin er byggð á sjálfsævisögu Solomon Perel, þýskættuðum gyðingi sem flúði útrýmingabúðir nasista, með því að sigla undir fölsku flaggi og þykjast vera arískur þjóðverji. Myndin heitir á frummálinu Hitlerjunge Salomon. Myndin vann Golden Globe verðlaunin sem besta erlenda kvikmyndin árið 1991 og var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sama ár fyrir besta handritið, en tapaði fyrir myndina Lömbin þagna (The Silence of the Lambs).

Í myrkri (In Darkness)  (Pólland 2011) 145 MÍN
LEIKSTJÓRI: Agnieszka Holland. AÐALHLUTVERK: Robert Wieckiewicz, Benno Fürmann, Agnieszka Grochowska. – með sjónlýsingu. Agnieszka Holland – spurt og svarað.
Í myrkri í leikstjórn Agnieszka Holland er byggð á sannsögulegum atburðum. Myndin fjallar um Leopold Socha, sem vinnur í holræsum og er þjófur í borginni Lvov í Póllandi, sem er hernuminn af nasistum. Einn daginn verður hópur gyðinga á vegi hans, sem reyna að flýja ástandið, en þá hjálpar hann þeim, gegn greiðslu, með því að fela það í undirheimum holræsanna undir borginni þar sem ófriður geysaði. Myndin verður sýnd með sjónlýsingu ásamt því að leikstjórinn mun bjóða upp á spurningar úr sal eftir sýningu myndarinnar. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokknum Besta erlenda myndin árið 2012.

Brennandi runni (Burning Bush 2013) ENSKUR TEXTI
LEIKSTJÓRI: Agnieszka Holland. AÐALHLUTVERK: Tatiana Pauhofová, Jaroslava Pokorná, Petr Stach.
Brennandi runni er þriggja þátta sería sem gerð var fyrir sjónvarpstöðina HBO eftir hina stórmerku leikstýru Agnieszku Holland. Serían er byggð á sannsögulegum atburðum og persónum, og beinir sjónum sínum að persónulegum fórnum nemans Jan Palach sem nemur sagnfræði í Prag. Jan Palach kveikti í sér í mótmælum gegn hersetu Sovíeska hersins í Tékkóslóvaíku árið 1969. Ungi lögfræðingurinn Dagmar Buresová tók að sér að verja fjölskyldu Jans í réttarhöldum gegn kommúnískri ríkistjórn, sem reyndi að svipta hann heiðrinum fyrir þessa fórn sem hann færði með hetjulegum drengsskap og sem lið í frelsun Tékkóslóvakíu.

EFFI, Fréttir/pistlar, Uncategorized

4 skoðanir to “Evrópsk Kvikmyndahátíð (EFFI) 2013”

  1. Klapptré » Evrópsk kvikmyndahátíð hefst í Bíó Paradís 19. september says:

    […] Nánar má lesa um hana hér: Evrópsk Kvikmyndahátíð (EFFI) 2013. […]

  2. Klapptré » Hver er Agniezska Holland? says:

    […] kvikmyndagerðarmaður Póllands og á að baki rúmlega 40 ára feril. Hún er heiðursgestur Evrópsku kvikmyndahátíðarinnar sem fram fer í Bíó Paradís 19.-29. […]

  3. Boð í Bíó Paradís – opnun Evrópskrar kvikmyndahátíðar | Menningarfáninn says:

    […] Hér er hægt að kynna sér dagskrá Evrópskrar kvikmyndahátíðar 2013: http://bioparadis.is/2013/09/10/evropsk-kvikmyndahatid-2013-european-film-festival-iceland-effi-2013… […]

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.