Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
I’m an Old Communist Hag + Spurt og svarað

I’m an Old Communist Hag + Spurt og svarað

Oct 12, 2013 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Drama, 2013
  • Lengd: 110 mín
  • Land: Rúmenía
  • Texti: Íslenskur
  • Leikstjóri: Stere Gulea – spurt og svarað með leikstjóra eftir sýninguna. Valur Gunnarsson, stýrir umræðum.
  • Aðalhlutverk: Luminiţa Gheorghiu, Marian Râlea, Ana Ularu, Collin Blair
  • Dagskrá: Rúmenskir kvikmyndadagar
  • Sýnd: 12. október – Alþjóðleg frumsýning kl 18:00 // Gala sýning.

Efni: Alþjóðleg frumsýning á einni nýjustu kvikmynd Rúmeníu, á Gala sýningu Rúmenskra kvikmyndadaga. Leikstjórinn Stere Gulea verður viðstaddur sýninguna og mun hann svara spurningum úr sal að henni lokinni.620ac33047ebac2745d180e207b28419_XL

Myndin fjallar um Emiliu, sextíu ára gamla konu sem lifir friðsömu lífi með eiginmanni sínum Tucu, í litlum bæ í Rúmeníu. Parið verður yfir sig hrifið þegar dóttir þeirra hringir í þau frá Kanada, þar sem hún tilkynnir þeim það að hún muni heimsækja þau ásamt amerískum kærasta sínum. Emilia, sem er fræg fyrir að lifa eftir kommúnískri nostalgíu, er á sama tíma beðin um að taka þátt í heimildamynd sem fjallar um þjóðhátíðardaginn 23. ágúst, sem var þjóðhátíðardagur rúmena fyrir byltinguna 1989. Það sem átti að verða skemmtileg fjölskylduheimsókn dótturinnar snýst allt í einu um mjög rúmanskar aðstæður, þar sem kynslóðabilið kemur afar vel í ljós.

Myndin er byggða á bókinni I’m an Old Communist Hag / Sunt o baba comunista (2007) eftir Dan Lungu. Hér er hægt að kaupa miða á midi.is

ImAnOldCommunistHag-Poster

Fréttir/pistlar, Kvikmyndir, Rúmenía
Engin skoðun á “I’m an Old Communist Hag + Spurt og svarað”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.