Svartir Sunnudagar: Videodrome
- Tegund og ár: Sci- fi, 1983
- Lengd: 87 mín
- Land: Kanada / Bandaríkin
- Leikstjóri: David Cronenberg
- Aðalhlutverk: James Woods, Deborah Harry, Sonja Smits
- Dagskrá: Svartir Sunnudagar
- Sýnd: 20. október – í nýrri stafrænni snilld og nýju hljóðkerfi kl 20:00.
Efni: Svartir Sunnudagar hefja vetrardagskrána á meistaraverkinu og kult klassíkinni Videodrome í leikstjórn Davids Cronenberg, myndin er svo sannaralega súrealísk útfærsla á hugmyndinni um hvernig áhrif fjölmiðlar hafa á líf fólks. Myndin er sýnd 20. október kl 20:00 í stafrænni snilld og nýju hljóðkerfi í Bíó Paradís! Hér er hægt að kaupa miða á midi.is
Max Renn (James Woods) er eigandi lítillar sjónvarpsstöðvar. Einn daginn rekst hann fyrir tilviljun á þáttinn Videodrome. Þátturinn snýst um pyntingar og morð en einhverra hluta vegna verður Max alveg heillaður og reynir að fá leyfi fyrir því að sýna hann á sjónvarpsstöðinni sinni. Hann kemst að því að þátturinn er í raun tilraunarútsending leynilegrar stofnunar til að heilaþvo áhorfendur og að auki veldur útsendingin heilaæxli sem leiðir til þess að Max fer að sjá ofsjónir. Ekki líður á löngu þar til hann hættir að geta greint á milli raunveruleikans og ofsjónanna. Myndin á svo sannarlega heima á stóra hvíta tjaldinu! Ekki missa af opnunarmynd Svartra Sunnudaga!