Þúsund stormar í Bíó Paradís
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2013
- Lengd: 83 mín
- Land: Ísland
- Ritstjórar: Rafn Steingrímsson, stjórnarmaður í SUS, og Stefán Gunnar Sveinsson sagnfræðingur.
- Fram koma: Rætt er við þá Björn Bjarnason, Guðna Ágústsson, Hannes Hólmstein Gissurarson, Illuga Gunnarsson og Kjartan Gunnarsson.
- Dagskrá: Sérsýning
- Sýnd: Laugardaginn 9. nóvember kl 20:00
Efni: Þúsund stormar, heimildamynd um Davíð Oddsson verður sýnd í Bíó Paradís þann 9. nóvember n.k. kl. 20:00. Í myndinni er rætt við nokkra samferðamenn Davíðs auk þess sem sýnd eru brot úr upptökum Sjónvarpsins af honum. Rætt er við þá Björn Bjarnason, Guðna Ágústsson, Hannes Hólmstein Gissurarson, Illuga Gunnarsson og Kjartan Gunnarsson.
Ritstjórar myndarinnar voru Rafn Steingrímsson, stjórnarmaður í SUS, og Stefán Gunnar Sveinsson sagnfræðingur.
Það kostar 1.000 kr. inn. Boðið verður upp á spurt og svarað með Hannesi Hólmstein eftir sýninguna.
Hér er hægt að kaupa miða á midi.is