Ál öldin – Átaksvika Landverndar
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2013
- Lengd: 90 mín
- Land: Austurríki
- Texti: Enskur
- Leikstjóri og handrit: Bert Ehgartner
- Dagskrá: Sérsýning miðvikudaginn 27. nóvember kl 18:00
Efni: Bíó Paradís í samstarfi við Landvernd sýna mynd Berts Ehgartners, Die Akte Aluminium, eða Álöldina. Í myndinni er rakin saga álsins, vinnsla þess og áhrif á náttúru og heilsu fólks. Magn áls í lífi nútíma fólks er meira en við kannski gerum okkur grein fyrir og ál leynist á fleiri stöðum en eingöngu í áldósum. Snyrtivörur, matur og lyf eru meðal þeirra hluta í okkar daglega lífi sem innihalda ál. Í mynd Ehgartners eru aukaverkanir áls á líkama okkar skoðaðar og greint frá nýlegum rannsóknum sem benda til þess að ál megi tengja við Alzheimer, brjóstakrabbamein og matarofnæmi. Áhrif álvinnslu á náttúruna eru einnig mikil og er allt framleiðsluferlið rakið í myndinni. Álöldin er afar áhugaverð heimildamynd um vinnslu, notkun og áhrif áls sem er engum óviðkomandi. Sýningin er hluti af átaksviku Landverndar.