Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Heiðurshelgi: Ulrich Seidl

Heiðurshelgi: Ulrich Seidl

Nov 22, 2013 Engin skoðun

AUSTURRÍSKI LEIKSTJÓRINN ULRICH SEIDL TIL ÍSLANDS / ENGLISH VERSION BELOW

Helgina 22. – 24 nóvember mun hinn margverðlaunaði austurríski leikstjóri Ulrich Seidl koma til Íslands þar sem hann mun opna síðustu myndina í Paradísar tríólógíunni Paradís: Von.  Paradís: Ást og Paradís: Trú hafa gengið vel í Bíó Paradís og hlotið góða umfjöllun og gagnrýni í innlendum fjölmiðlum.

Paradísar tríólógía Seidl hefur hlotið fjölda verðlauna, Paradís: Ást keppti til aðalverðlauna Palme d´Or árið 2012 á Kvikmyndahátíðinni í Cannes, Paradís: Trú vann sérstök verðlaun dómnefndar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2012 en var jafnframt tilnefnd til aðalverðlauna hátíðarinnar Gullna ljónsins. Paradís: Von var frumsýnd og keppti til aðalverðlauna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 2013 ásamt því að hún var sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðini í Toronto sama ár.  Sjá nánar hér:

Myndirnar hafa tekið á áleitnum og erfiðum viðfangsefnum, og er Ulrich talinn vera einn sá helsti áhrifamaður heimildamyndagerðar og kvikmynda sem sækja áhrif til raunverulegrar nálgunnar listfengnar túlkunnar á fólki, aðstæðum, andrúmslofti og þeirrar listar að segja sögu í kvikmynd.

Helgina 22. – 24. nóvember munum einnig verða sýndar eldri myndir úr smiðju Seidl, ásamt því að allar myndir Paradísatríólógíunnar verða sýndar.

Hér er hægt að kaupa miða á Paradís: Von

Hér er hægt að kaupa miða á Paradís: Trú

Hér er hægt að kaupa miða á Paradís: Ást

Hér er hægt að kaupa miða á Import/Export 

Hér er hægt að kaupa miða á Models

Dagskra_Ulrich_Seidl_helgi

Ulrich Seidl á langan feril að baki, en hann fæddist í Vínarborg árið 1952 og ólst upp í bænum Horn í Austurríki. Hann nam blaðamennsku, listasögu og leiklist. Hann sinnti hinum ýmsum störfum áður en hann gekk í kvikmyndaakademíunna í Vín aðeins 26 ára. Árið 1980 kom fyrsta heimildamynd hans út Einsvierzig. Tveimur árum seinna, árið 1982, kom önnur mynd hans út Der Ball – sem var kaldhæðinn og beitt mynd sem fjallaði um útskriftardansleik í heimabæ hans, og hætti hann í kjölfarið í kvikmyndaskólanum.

Árið 1990 þá kom út heimildakvikmynd eftir hann í fullri lengd, Good News. Á þessum áratug komu sjö heimildamyndir út bæði fyrir kvikmyndahús og sjónvarp sem hann hefur unnið fjöldann allan af verðlaunum fyrir.

Fyrsta leikna mynd Seidl, Dog Days, kom út árið 2001 vann til fjölda mikilvægra verðlauna m.a. Grand Jury verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2001. Sama ár kom Zur Lage / State of the Nation – gagnrýnin mynd um Austurríki undir stjórn hægrisinnaðrar samsteypustjórna stjórnavalda. Seidl var aðstoðarleikstjóri verksins sem einnig innihélt þætti eftir Barbara Albert, Michael Glawogger og Michael Sturminger. Árið 2003, kom hin umdeilda mynd út Jesus, you know (Jesus, Du weisst) og árið 2007 kom ein hans allra þekktasta leikna mynd í fullri lengd, Import/ Export sem fjallar um úkraínskan hjúkrunafræðing sem leitar betri lífs í vestri, og atvinnulausann öryggisvörð í Austurríki sem heldur austur í sama tilgangi. Myndin var tilnefnd til aðalverðlaunana Palme d´Or á Kvikmyndahátíðinni í Cannes það ár.

ENGLISH VERSION

During the weekend of November 22nd – 24th 2013, the award-winning Austrian director Ulrich Seidl will visit Iceland , where he will open the last film in Paradise triology Paradise : Hope . Paradise : Love and Paradise : Faith have been successful in Bíó Paradís and have received good coverage and criticism in the national media. The Paradise triology will be shown with Icelandic subtitles.

The Paradise triology has received numerous awards , Paradise : Love competed for the main prize Palme d’ Or in 2012 at Cannes , Paradise : Faith won the Special Jury Prize at the Venice Film Festival in 2012 and was also nominated for the main prize, Golden Lion . Paradise : Hope premiered and competed for the main prize at the International Film Festival in Berlin in 2013 and was shown at the Toronto International Film Festival same year.

During the weekend of 22 – 24 November there will also be shown older films directed by Mr. Ulrich Seidl , Models and Import/ Export. They will be shown with English subtitles.

HERE YOU CAN BUY TICKETS FOR IMPORT/EXPORT 

HERE YOU CAN BUY TICKETS FOR MODELS

Austurríki, Fréttir/pistlar, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Heiðurshelgi: Ulrich Seidl”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.