Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Tilnefningar til Eddunnar sýndar í Bíó Paradís!

Tilnefningar til Eddunnar sýndar í Bíó Paradís!

Jan 31, 2014 Engin skoðun

30. janúar síðastliðinn tilkynnti Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían hver hlaut tilnefningar Eddunnar 2014 á blaðamannafundi sem haldinn var í Bíó Paradís.

Að þessu tilefni er okkur í Heimili kvikmyndanna – Bíó Paradís sönn ánægja að kynna að þær kvikmyndir og stuttmyndir sem hlutu tilnefningu verða sýndar í Bíó Paradís.

Um er að ræða gæðamyndirnar Hross í Oss eftir Benedikt Erlingsson, Málmhaus eftir Ragnar Bragason og XL eftir Martein Þórsson. Stuttmyndirnar þrjár sem hlutu tilnefningu voru Heilabrotinn eftir Braga Þór Hinriksson, Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmundsson og Víkingar eftir Magali Magistry.

Um er að ræða frábærar sýningar Eddunnar, frítt er fyrir meðlimi ÍKSA Íslensku kvikmynda- og sjónvarps akademíunnar en almenn miðasala fer fram á midi.is og í miðasölu Bíó Paradísar.

Riðið var á vaðið með Málmhaus nú á föstudaginn 31. janúar kl. 20.00. Málmhaus verður sýnd: Laugardag 1. febrúar kl. 18.00, sunnudaginn 2. febrúar kl. 22.00 og föstudaginn 7. febrúar kl. 20.00.

 

Hross í oss hefur verið í hefðbundum sýningum en sérstakar Eddu sýningar verða föstudaginn 31. janúar kl. 18.00, laugardaginn 1. febrúar kl. 22.00 og sunnudaginn 2. febrúar kl. 20.00.

XL verður sýnd laugardaginn 1. febrúar kl. 22, sunnudaginn 2. febrúar kl. 18.00, mánudaginn 3. febrúar kl 20.00 og  laugardaginn 8. febrúar kl. 20.00.

Stuttmyndirnar þrjár sem hlutu tilnefningu verða sýndar saman laugardaginn 1. febrúar kl. 20.00, sunnudaginn 9. febrúar kl. 20 og laugardaginn 15. febrúar kl 18.00. Það er því miður ekki oft sem stuttmyndir eru sýndar í kvikmyndasölum landsins. Því er um að gera að nota tækifærið og sjá þessar spennandi stuttmyndir.

Nánar um myndirnar:

Hross í oss

Tegund og ár: Drama/ Gamanmynd, 2013

Lengd: 85 mín
Land: Ísland
Texti: Enskur
Leikstjóri: Benedikt Erlingsson
Handrit: Benedikt Erlingsson
Aðalhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson, Charlotte Bøving, Helgi Björnsson

Efni: Dramatísk sveitarómantík um hið mennska í hrossinu og hrossið í manninum. Ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum. Sólveig elskar Kolbein og Kolbeinn elskar Sólveigu en Kolbeinn elskar líka merina Gránu sem aftur á móti elskar folann Brún. Það er ekki víst að þessi saga endi vel. Í litlum dal upp á íslandi árið 1985 lifa og deyja menn fyrir hestana sína og hestarnir fyrir mennina.

Málmhaus
Tegund og ár: Drama 2013
Lengd: 97 mín
Land: Ísland
Texti: Enskur
Leikstjóri: Ragnar Bragason
Handrit: Ragnar Bragason
Aðalhlutverk: Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Geirharðsdóttir

Efni: Æska Heru Karlsdóttur er áhyggjulaus í sveitinni þar til harmleikur dynur yfir. Eldri bróðir hennar deyr af slysförum og Hera kennir sjálfri sér um dauða hans. Í sorginni finnur hún sáluhjáp í þungarokki og dreymir um að verða rokkstjarna. // Hera Karlsdottir is born on the cowshed floor at her parents farm in rural Iceland. The years of her youth are carefree until a tragedy strikes. Her older brother is killed in a accident and Hera blames herself for his death. In her grief she finds solace in the dark music of Heavy Metal and dreams of becoming a rock star.

XL
Tegund og ár: Drama 2013
Lengd: 87 mín
Land: Ísland
Texti: Enskur
Leikstjóri: Marteinn Þórsson
Handrit: Marteinn Þórsson og Guðmundur Óskarsson
Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson, María Birta Bjarnadóttir

Efni: Fjölskyldumaðurinn fyrrverandi, flagarinn óstýriláti og áfengisþyrsti þingmaðurinn Leifur Sigurðarson er skikkaður í meðferð af vini sínum og yfirmanni, forsætisráðherra Íslands – en áður en hann lætur flengja sig opinberlega heldur Leifur vinum sínum matarboð. // Leifur Sigurdarson, an unstoppable ladies man and alcoholic parliament member, is forced in rehab by his friend and boss, the Prime Minister of Iceland. But before he gets spanked in public, he invites his friends over for a gargantuan feast. During the party we get to know Leifur and the other characters in the movie as well as finding out about Leifur’s, and his posse’s, sordid past.

Heilabrotinn_1Heilabrotinn

Tegund og ár: Drama 2013
Lengd: 15 mín
Land: Ísland
Leikstjóri: Bragi Þór Hinriksson
Aðalhlutverk: Bergþór Frímann Sverrisson, Bergur Þór Ingólfsson, Hrefna Hallgrímsdóttir, Björn Thors, Guðjón Davíð Karlsson

Efni: Heilabrotinn segir sögu ungs drengs sem hefur nýlega verið greindur með geðsjúkdóm og hvernig fjölskylda hans bregst við þeim fregnum. Á meðan myndin tekur fyrir hræðilegan sjúkdóm segir hún einnig frá styrk og von og hvernig tiltekið hugarfar getur varpað nýju ljósi á hlutina.
Whale_Valley_still1Hvalfjörður

Tegund og ár: Drama 2013
Lengd: 15 mín
Land: Ísland
Leikstjóri: Guðmundur Arnar Guðmundsson
Aðalhlutverk: Ágúst Örn B. Wigum, Einar Jóhann Valsson

Efni: Myndin sýnir sterkt samband tveggja bræðra, sem búa á litlum sveitabæ ásamt foreldrum sínum. Við skyggnumst inn í heim þeirra frá sjónarhorni yngri bróðurins og fylgjum honum í gegnum örlagaríka daga sem marka þáttaskil í lífi bræðranna.
Vikingar_still1Víkingar

Tegund og ár: Drama 2013
Lengd: 15 mín
Land: Ísland
Leikstjóri: Magali Magistry
Aðalhlutverk: Þröstur Leó Gunnarsson, Ólafur Egilsson, Margrét Bjarnadóttir, Damon Younger, Sveinn Ólafur Gunnarsson

Efni: Víkingar gerist á tveimur tímaskeiðum, annars vegar árið 1000 og hins vegar árið 2012. Myndin segir frá Magnúsi, óttalausum víkingi sem hyggst skora Bjarna Berserk á hólm þar sem hann nam konu og barn Magnúsar á brott. Einnig segir myndin frá Magnúsi, hetjunni í vonlausu víkingafarandleikhúsi, sem á í erfiðleikum með að ná aftur saman við son sinn í kjölfar sársaukafulls skilnaðar.

Fréttir/pistlar, Ísland, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Tilnefningar til Eddunnar sýndar í Bíó Paradís!”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.