Örmyndahátíð í Bíó Paradís 1. mars
Örvarpið er örmyndahátíð RÚV á netinu og vettvangur fyrir upprennandi, skapandi og framsækið fólk í kvikmyndalist. 13 örmyndir hafa verið birtar á internetinu sem hægt er að sjá hér: www.ruv.is/orvarpid. Hátíðin er ætluð öllum sem áhuga hafa á kvikmyndalist, reyndum sem óreyndum, ungum sem öldnum.
Laugardaginn 1. mars kl. 18.00 mun Örvarpið teygja út anga sína í bíó og halda örmyndahátíð í Bíó Paradís.
Þar verða sýndar þær 13 myndir fengu birtingu á netinu. Einnig verður 10 sérvöldum örmyndum gerð skil.
Örmynd ársins verður svo valin af valnefnd og áhorfendum og verða verðlaun í boði.
Fylgist með hér á www.ruv.is/orvarpid og á Facebook síðu Örvarpsins: https://www.facebook.com/