Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Call me Kuchu og Angel P’ojara

Call me Kuchu og Angel P’ojara

Feb 18, 2014 Engin skoðun
  • Tegund og ár: Heimildarmynd / Drama, 2012
  • Lengd: 87 mín
  • Leikstjóri: Katherine Fairfax Wright, Malika Zouhali-Worrall
  • Aðalhlutverk: David Kato, Christopher Senyonjo
  • Texti: Enskur
  • Dagskrá: 27. febrúar kl. 18.00

Call me Kuchu er heimildarmynd sem fylgir eftir David Kato, samkynhneigðum aktívista, og félögum hans sem vinna myrkranna á milli að verja réttindi hinsegin fólks í Úganda. Enginn sér þó fyrir atvik sem leiðir til þess að heimurinn allur tekur eftir.

SÝNUM SAMSTÖÐU

Samtökin ´78 hafa tekið höndum saman með Íslandsdeild Amnesty International og grasrót hinsegin baráttu fólks í Úganda. Í pípunum er verkefni sem vinnur að því að berjast gegn frumvarpi sem hefur fengið heitið „Anti-Homosexuality Bill (AHB)“.

Tilgangur sýningarinnar á Call me Kuchu er að vekja athygli Íslendinga á stöðu hinsegin fólks í Úganda sem og að afla fjár fyrir grasrót hinsegin fólks í Úganda, svo þau geti hratt og örugglega unnið gegn frumvarpinu og opnað augu samlanda sinna fyrir því hvaða afleiðingar það mun hafa í för með sér.

Angel_1Í lok myndarinnar mun Angel P‘ojara, ein besta vinkona baráttukonunnar Köshu Jacqueline Nabagesera, svara spurningum frá áhorfendum. Í sameiningu buðu Angel og Íslandsdeild Amnesty International Köshu hingað til lands í lok apríl í fyrra. Call Me Kuchu var þá sýnd í samvinnu við Samtökin ´78 og komust færri að en vildu.

Úganda hefur fullgilt ýmsa alþjóðlega mannréttindasamninga og gengist undir skuldbindingar í þágu mannréttinda, þ.m.t. hinsegin fólks. „AHB“ frumvarpið hefur í raun verið til umfjöllunar frá árinu 2009 og brýtur gegn þessum alþjóðlegu skuldbindingum þar sem í þeim felast brot á grundvallarmannréttindum hinsegin fólks. Með frumvarpinu er stefnt að því að heimila refsingar fyrir „samkynhneigða hegðun“, en refsingin er m.a. í formi lífstíðar fangelsisvistunar. Einnig er refsivert að styðja við samkynhneigð eða ýta undir hana, t.d. með fræðslu.

20. desember síðastliðinn samþykkti úganska þingið frumvarpið og er það nú í höndum forsetans, Museveni. Forsetinn fékk 30 daga frá 23. janúar til þess að skrifa undir frumvarpið eða vísa því aftur til þingsins. Hann getur einnig neitað að skrifa undir en þá er frumvarpið sent aftur til þingsins til endurskoðunar og þar er hægt að samþykkja það án þess að forsetinn komi aftur að málinu. Ef forsetinn aðhefst ekkert innan þessara 30 daga verður frumvarpið sjálfkrafa að lögum.

Tíminn er naumur og nú verða allir að taka höndum saman til að koma í veg fyrir að þetta skelfilega frumvarp verði að lögum! Miðar á sýninguna verða seldir í anddyri Bíó Paradísar og munu sjálfboðaliðar Samtakanna ´78 & Amnesty taka vel á móti ykkur. 

Allur ágóði af miðaverði rennur beint til samtaka hinsegin fólks í Úganda.

Call Me Kuchu – Trailer from Call Me Kuchu on Vimeo.

 

Fréttir/pistlar, Kvikmyndir, Úganda
Engin skoðun á “Call me Kuchu og Angel P’ojara”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.