Uppselt á frumsýningu Andra og Eddu
Andri og Edda verða bestu vinir fékk frábærar móttökur á frumsýningu myndarinnar í dag. Uppselt var á myndina sem fjallar um vináttu Andra og Eddu og kúrudýrin þeirra, ljónsungann og fröken kanínu.
Slökkviliðið kemur við sögu í myndinni þar sem fröken kanína týnist í skoðunarferð þeirra félaga í myndinni. Slökkviliðið mætti því í Bíó Paradís að heilsa upp á félaga sína við mikinn fögnuð þó svo að sum börnin hafi viljað halda sig í ákveðinni fjarlægð.
Andri og Edda verða bestu vinir var talsett á íslensku í tilefni að kvikmyndahátíðinni og er kærkomin viðbót við kvikmyndamenningu barna í landinu. Þetta er mynd fyrir yngri börnin þriggja ára og eldri og því er um að gera að nota tækifærið og upplifa þessa frábæru fjölskyldumynd. Hér er hægt að kaupa miða á mida.is