Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Uppskeruhátíð Svartra Sunnudaga – Plakatasýning

Uppskeruhátíð Svartra Sunnudaga – Plakatasýning

Apr 23, 2014 Engin skoðun

Sunnudaginn 27. apríl mun síðasta sýning vetrarins á dagskrá Svartra Sunnudaga renna í garð. Að því tilefni verður opnuð vegleg plakatasýning kl. 19.30 þar sem líta má afrakstur þeirra listamanna sem gerðu plaköt sérstaklega fyrir sýningar Svartra Sunnudaga í vetur. Hægt verður að kaupa plaköt á opnun sýningarinnar og áfram.

Ýmsir listamenn lögðu hönd á plóginn á liðnum vetri, þar á meðal Sigtryggur Berg, Helgi Þórsson, Sunna Rún Pétursdóttir, Ingi Jensson, Sirrý Margrét Lárusdóttir, Harpa Rún Ólafsdóttir, Ómar Hauksson, Inga María, Þórir Celin, Sjón, Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, Davíð Örn Halldórsson, Snorri Ásmundsson, Evana Kisa, Bobby Breiðholt, Víðir Mýrmann, Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson, Hrefna Hörn, Ragnar Fjalar Lárusson, Ragnar Hansson, Friðrik Svanur Sigurðarsson, Halldór Baldursson, Þorri Hringsson, Lilja Hlín Pétursdóttir og Eysteinn Þórðarsson. Hér er um að ræða sölusýningu og er hvert veggspjald sérprentað fyrir viðkiptavininn.

Sýningin fer fram í anddyri Bíó Paradísar. Allir eru velkomnir á opnunina sem hefst klukkan 19:30. Sýningin mun standa frameftir vori.

Lyftum glösum! Fögnum költinu! Skoðum listfengin plaköt! Horfum á stórbrotna vörðu kvikmyndasögunnar! En Svörtum Sunnudögum líkur í kjölfarið með hinni mögnuðu Brazil.

Brazil_stilla_1Lokasýning vetrarins fer fram í kjölfarið kl 20:00. Hin stórkostlega kvikmynd Brazil í leikstjórn Terry Gilliam (1985 // vísindaskáldskapur, gaman- og ævintýramynd) verður sýnd á lokasýningu vetrarins. Myndin fjallar um Sam Lowry, sem er langhrjáður tækniveldissinni sem lifir í framtíðarsamfélagi sem er að hruni komið. Hann dreymir um að flýja tæknina og skrifræðið, í annan heim þar sem hann gæti eytt eilífðinni með draumakonunni. Þegar Sam reynir að koma í veg fyrir handtöku sem hann telur rangláta, fellur hann fyrir konu drauma sinna Jill Layton. En þá hafa viðjar skrifræðisbáknsins gert hann ábyrgann fyrir röð hryðjuverkasprenginga sem flækir stöðuna enn frekar og leggur líf þeirra skötuhjúa í hættu.

Svartir sunnudagar munu draga sig í hlé yfir sumartímann en áætla að koma tvíelfdir inn í Paradísina á komandi hausti með glæsilega dagskrá költ-mynda af öllum stærðum og gerðum. Aðstandendur Svartra sunnudaga, Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón þakka öllum sem mætt hafa í vetur, enda hefur aðsóknarmet verið slegið á þeim fjölmörgu myndum sem sýndar hafa verið á sunnudagskvöldum í vetur.

 

Fréttir/pistlar, Kvikmyndir, Svartir sunnudagar
Engin skoðun á “Uppskeruhátíð Svartra Sunnudaga – Plakatasýning”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.