Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Efling Evrópskrar kvikmyndamenningar

Efling Evrópskrar kvikmyndamenningar

May 05, 2014 Engin skoðun

Bíó Paradís og RÚV hafa gert með sér samning um kaup og sýningar á nýjum evrópskum kvikmyndum.  Markmið kaupanna er að auka enn frekar útbreiðslu evrópskrar kvikmyndarmenningar á Íslandi og beina sjónum almennings að gæðum og fjölbreytni evrópskrar menningar.

Samstarfið hófst formlega 4. maí, þegar RÚV sýndi hina vinsælu ítölsku mynd, Miele eftir Valeriu Golino. 11. maí næstkomandi mun gríska myndin J.A.C.E. eftir Menelaos Karamaghiolis en sýningarnar eru tvo sunnudaga í röð í kring um Evrópudaginn sem haldinn er 9. maí. Báðar myndirnar hafa hlotið alþjóðlegar viðurkenningar og notið vinsælda víða um heim.

Nánar um myndirnar

Hunang /Miele – sýnd 4. maí 2014 kl 23:15 á RÚV

miele_xlgTegund og ár: Drama, 2013 Lengd: 96 mín Land: Ítalía Leikstjóri: Valeria Golino Aðalhlutverk: Jasmine Trinca, Carlo Cecchi, Libero De Rienzo

Irene býr ein og lifir heldur einangruðu lífi. Irene vinnur við að aðstoða dauðvona fólk við að binda enda á líf sitt. Málið flækist þegar Grimaldi sem er í raun og veru langt frá því að vera veikur leitar aðstoðar hennar. Samband Irene og Grimaldi er þrungið spennu og þróast á þann veg að líf hennar verður aldrei samt. Hin þekkta leikkona Valeria Golino leikstýrir myndinni.

Myndin hlaut verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2013. Hún var einnig tilnefnd til Lux verðlaunanna árið 2013. Myndin var sýnd á Evrópskri kvikmyndahátíð í Bíó Paradís 2013 og hlaut góðar viðtökur.

 

J.A.C.E.- sýnd 11. maí 2014 kl 23:25 á RÚV

JACE_posterTegund og ár: Drama, 2011 Lengd: 142 mín Land: Grikkland Leikstjóri: Menelaos Karamaghiolis Aðalhlutverk: Alban Ukaj, Stefania Goulioti, Argyris Xafis

Jace þarf að takast á við ósanngjarna lífsbaráttu og ómannlega grimmd all frá fæðingu. Í myndinni fylgjumst við honum í heimi ofbeldis og glæpa, en á sama tíma berst hann fyrir réttlæti, frelsi og vinskap í gegn um ærandi þögn sína.

J.A.C.E. (Just Another Confused Elephant) er grísk mynd frá árinu 2011 í leikstjórn Menelaos Karamaghiolis. Hún var sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto, Stefania Goulioti vann verðlaun fyrir leik á kvikmyndahátíðinni í Þessalóníku, en myndin var tilnefnd til aðalverðlauna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tokyo árið 2011. Myndin var jafnframt sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíðinni í Reykjavík árið 2012 sem hluti af grískum fókus.

Fréttir/pistlar, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Efling Evrópskrar kvikmyndamenningar”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.