Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Evrópsk kvikmyndahátíð allan hringinn!

Evrópsk kvikmyndahátíð allan hringinn!

May 27, 2014 Engin skoðun

Í júnímánuði efna Evrópustofa og Bíó Paradís enn á ný til Evrópskrar kvikmyndahátíðar – en að þessu sinni verður boðið upp á brot af hinu besta í evrópskri kvikmyndagerð hringinn í kringum landið dagana 2.- 10. júní. Enginn aðgangseyrir verður á hátíðina. Hér er Facebook síða hátíðarinnar: 

Nú þegar hefur verið blásið í tvígang til evrópskrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík og á Akureyri og voru viðtökur framar vonum. Að þessu sinni var ákveðið að fara víðar og heimsækja bæi hringinn í kringum Ísland og gefa fleirum færi á að sjá verðlaunamyndir af hæsta gæðaflokki, í bestu stafrænu gæðum sem völ er á. Boðið verður upp á þrjár kvikmyndir á hverjum stað – eina fjölskyldumynd, eina íslenska mynd sem framleidd hefur verið með evrópskum stykjum og eina hollenska verðlaunamynd. Frítt verður inn á sýningar en markmið hátíðarinnar er að kynna og breiða út evrópska menningu og kynna evrópkst samstarf á sviði kvikmyndagerðar.

Hringferðin nýtur stuðnings Kvikmyndamiðstöðvar Íslands en Evrópulöndin eru stærstu samstarfsaðilar Íslands í kvikmyndagerð. Fjölmargar íslenskar kvikmyndir hafa notið ríkulegs stuðning af MEDIA áætlun Evrópusambandsins. Frá því að Íslendingar hófu þátttöku í kvikmynda- og margmiðlunaráætlun ESB hafa íslensk kvikmyndafyrirtæki og íslenskar kvikmyndir fengið tæpan milljarð í víkjandi lánum og styrkjum, eða u.þ.b. 48 milljónir á ári í 21 ár.

Blaðamaður breska dagblaðsins The Guardian mun slást í för og fjalla um hátíðina og hvernig hún fellur í kramið hjá gestum hennar á landsbyggðinni.

Við hefjum leikinn í Hlégarði í Mosfellsbæ sunnudaginn 1. júní kl 14:30, þar sem ókeypis er inn og allir velkomnir á sýningu verðlaunamyndarinnar Antboy sem talsett hefur verið á íslensku. 

Dagskrá hátíðarinnar

Mán. 2. júní Ólafsvík
Þri. 3. júní: Hólmavík
Mið. 4. júní: Súðavík
Fim. 5. júní: Blönduós
Fös. 6. júní: Húsavík
Lau. 7. júní: Vopnafjörður
Sun. 8. júní: Djúpavogur
Mán. 9. júní: Vík
Þri. 10. júní: Flúðir

Myndirnar sem sýndar verða:
16:00 Antboy ( talsett á íslensku)
18:00 Málmhaus
20:00 Broken Circle Breakdown

*Á Vopnafirði hefjast sýningar fyrr, eða kl 13:00, 15:00 og 17:00.

EFFI, Fréttir/pistlar, Ísland, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Evrópsk kvikmyndahátíð allan hringinn!”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.