Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Rússneskir kvikmyndadagar / Russian film days

Rússneskir kvikmyndadagar / Russian film days

Oct 13, 2014 Engin skoðun

Dagana 23. – 27. október verða rússneskir kvikmyndadagar haldnir í Bíó Paradís í samstarfi við Sendiráð rússneska sambandsríkisins á Íslandi. Myndirnar verða sýndar á rússnesku með enskum texta utan kvikmyndarinnar Leviathan sem sýnd er með íslenskum texta. Það besta úr rússneskri kvikmyndagerð, fjölbreyttar verðlaunamyndir sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Frítt er inn á opnunarmyndina þann 23. október kl 18:00.

Russian film days, will be held in Bíó Paradís October 23rd – October 27th 2014 in cooperation with the Embassy of the Russian Federation in Iceland.  Films will be screened in the original Russian language with the English subtitles, except Leviathan. A selection of award winning films mixed with current Russian cinema. Free entrance to the opening film October 23rd at 18:00.

___________________________________________________________________________________________________________________

October 23rd 2014 – Opening film 18:00 free entrance

the_postman_s_white_nights_posterThe Postman’s White Nights // Belye nochi pochtalona Alekseya Tryapitsyna (2014)

Director: Andrey Konchalovskiy

English subtitles

The film represents life in a godforsaken Russian village. The only way to reach the mainland is to cross the lake by boat and a postman became the only connection with the outside world. A reserved community has been set up here. Despite the modern technologies and a spaceport nearby the people of the village live the way they would in the Neolithic Era. There is neither government nor social services or jobs. The postman’s beloved woman escapes the village life and moves to the city. Postman’s outboard engine gets stolen and he can no longer deliver mail. His normal pattern of life is disrupted. The postman makes a decision to leave for the city too but returns before long with no certain reason. The script is based on real characters’ stories. People from the village play their own parts in the film. The search for the protagonist lasted for over a year.

The film won the Silver Lion for best director and the Green Drop Award at Venice Film Festival 2014.

———————————–

Postman´s white nights dregur up athyglisverða mynd af guðsvoluðu þorpi á einstaklega einangraðri eyju í norðurhluta Rússlands. Eina tenging þorpsbúa, sem hafa leitt allar framfarir síðustu áratuga framhjá sér, er bréfberi sem siglir til þeirra reglulega með helstu nauðsynjar. Þrátt fyrir að hafna allri tækni og vanrækt innviði samfélagsins síns, mega þorpsbúar lifa við það að verða vitni að reglulegum eldflaugaskotum Rússa skammt frá.
Þarna er blandað saman einkennilega fallegri og ósnertri náttúru, og svo síðkommúnískri nostalgíu þar sem tíminn er drepinn með vodkadrykkju. Og svo meiri drykkju.  Þegar bátsvél bréfberans bilar kemst rót á líf bæjarbúanna og ekki síst bréfberans sem reynir í örvæntingu að festa kaup á nýjum mótor. Myndin vann Silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og fékk meðal annars fimm stjörnur af fimm hjá gagnrýnanda breska blaðsins The Guardian. Þá hefur myndin vakið mikla athygli fyrir þá staðreynd að það er venjulegt fólk sem fer með nær öll hlutverk myndarinnar.

_____________________________________________________________________________________________________________

October 24th 2014 – 20:00

Leviathan-PosterLeviathan (2014)

Director: Andrey Zvyagintsev

Icelandic subtitles

”Leviathan” is a modern day retelling of the Biblical story of Jobs set in contemporary Russia. Kolia lives in a small town near the Barents Sea, in North Russia. He has his own auto-repair shop. His shop stands right next to the house where he lives with his young wife Lilya and his son from a previous marriage Romka. Vadim Sergeyich, the Mayor of the town, wants to take away his business, his house and his land. First he tries buying off Kolia but Kolia isn’t interested in money, he doesn’t want to lose everything he has: not only the land, but also all the beauty that has surrounded him from the day of his birth. As Vadim Sergeyich starts being more aggressive, Kolia asks his best friend Dmitri, a lawyer from Moscow, to help him, unaware that this would change his life forever. Here you can buy tickets online.  The film will be theatrically released in Bíó Paradís in October.

The film was selected to compete for the Palme d’Or in the main competition section at the 2014 Cannes Film Festival. Andrey Zvyagintsev and Oleg Negin won the award for Best Screenplay. The film won the best film at BFI London Film Festival 2014. The film is Russia´s nomination for the Oscar´s.

———————————–

Það er óhætt að segja að það hafi komið mörgum á óvart þegar Leviathan var útnefnd framlag Rússlands til Óskarsverðlauna í ár. Ekki síst vegna þess að myndin þykir takast á við spillingu og kúgun í Rússlandi með áleitnum hætti. Meðal annars má sjá myndir af Leonid Brezhnev, Mikhail Gorbachev og svo Vladimar Pútin sjálfum tengdar við spillingu í þessari athyglisverðu sögu sem fékk meðal annars verðlaun fyrir besta handrit á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2014. Sagan er byggð á hinum einstaklega óheppna Job úr Jobsbók Biblíunnar. Sá varð nokkurskonar miðdepill valdabaráttu guðs og djöfulsins og þurfti að þola ólýsanlegar raunir áður en yfir lauk. Slíkt hið sama á við um söguhetju Leviathan, sem þarf að takast á við spilltan borgarstjóra sem ásælist landið hans. Hér er hægt að kaupa miða á vefnum: 
Myndin var fjármögnuð að hluta til af menningarmálaráðuneyti Rússlands, en framleiðandi myndarinnar sagði í viðtali við The Guardian að að væri ólíklegt að leikstjórinn myndi njóta slíks styrks aftur. Sérsaklega í ljósi umfjöllunarefnisins og hvernig leiksjórinn nálgast þetta eldfima efni í landi sem hefur ítrekað verið sakað um spillingu og skeytingarleysi þegar kemur að mannréttindum. Myndinni hefur verið vel tekið af áhorfendum, meðal annars var hún verðlaunuð sem besta kvikmyndin á nýafstaðinni kvikmyndahátíð BFI í London 2014. Myndin fer í almennar sýningar í Bíó Paradís að Rússneskum kvikmyndadögum loknum.

________________________________________________________________________________________________________________

October 25th 2014 – 20:00

Angels_of_revolution-514x720Angels of Revolution // Angely Revolucii

Director: Alexey Fedorchenko

English subtitles

Five friends – a poet, an actor, a painter, an architect and a primitivist film director – are five red avant-garde artists who try to find the embodiment of their hopes and dreams in the young Soviet state. The Revolution is boiling up like a bottle with apple cider: winged service dogs and heart-shaped potatoes, dead Semashko, the People’s Commissar for Health, and cheerful angels, love for the Tsar and love for the young secretary Annushka, executions and pregnancies – everything is interlaced and inseparable! Here you can buy tickets online. 

———————————–

Framúrstefnulistamenn fá óvænt nýtt hlutverk í kvikmyndinni Angels of Revolution. Myndin gerist skömmu eftir að kommúnisminn hefur tekið völdin í Rússlandi. Í nýjum heimi Sovétríkjanna þurfa fimm listamenn, ljóðskáld, leikari, arkitekt og leikstjóri, að taka þátt í að treysta völd hins nýja ríkis. Þeim er gefið það verkefni að fara til Síberíu og Norður-Rússlands og stöðva ófrið á svæðinu. í þessari erfiðu sendiför þurfa listamennirnir að takast á við eigin hugmyndafræði og list og samræma hana skapalóni Sovétríkjanna. Hér getur þú keypt miða á vefnum: 

___________________________________________________________________________________________________________________

October 26th 2014 – 20:00

kinopoisk.ruTwo Women // Mesyats v derevne

Director: Vera Glagoleva

English subtitles

A headstrong young woman is married to land baron. Her feelings for her son’s tutor becomes a complex web of unrequited love. Q&A after the screening with the director Vera Glagoleva and Natalia Ivanova.  Here you can buy tickets online.

Rússneska kvikmyndin Two Women byggir á frægu leikriti Ivan Turgenev og fjallar um eiginkonu valdamikils landeiganda sem leiðist lífið innilega. Líf hennar tekur þó stakkaskiptum þegar ungur og fallegur kennari kemur á bæ þeirra til þess að kenna syni hennar. Málin flækjast þó þegar sautján ára gömul fósturdóttir landeigandans verður einnig ástfangin af kennaranum.
———————————–
Leikritið þótti umdeilt á nítjándu öldinni og var meðal annars bannað um stund í Rússlandi vegna þess að það var túlkað sem árás á hjónabandið. Skáldið skírði leikritið Two women í upphafi, en gerði síðar smávægilegar breytingar á verkinu, meðal annars tónaði hann niður pólitíska broddinn, og skírði það að lokum A month in the Country. Þá fyrst hlaut verkið náð fyrir augum þeirra sem ritskoðuðu list á þeim tíma. Það er enginn annar en Ralph Fiennes sem leikur landeigandann í kvikmyndinni sem Vera Glagoleva leikstýrir. Q&A eftir sýninguna með leikstýrunni Veru Glagolevu og framleiðanda myndarinnar Nataliu Ivanova. Hér getur þú keypt miða á vefnum. 


___________________________________________________________________________________________________________________

October 27th – 20:00

poster2014_1 (1)-page-001White reindeer moss 

Director:  Vladimir Tumayev

Action takes place in tundra. Aleshka, a young man of Nenets people, at the instance of his mother got married to a girl he didn’t love. But his heart is longing for his beloved Aniko, the daughter of the old Seberui. It has been 10 years since Aniko left the camping-ground to settle on the “Big Land”. But every day Aleshka listens out for the road, every day he awaits for his might-have-been love. Here you can buy tickets online 

———————————–

Kvikmyndin White Reindeer Moss byggir handrit sitt á tveimur bókum eftir frægasta rithöfund Nenets-ættbálksins í Norður-Rússlandi, Önnu Nerkagi. Sagan fjallar um hinn unga Aleshka og óendurgoldna ást hans. Stúlkan sem hann elskar, Aniko, yfirgefur þetta litla frumstæða samfélag og verður til þess að Aleshka bíður hennar í tíu ár.
Í kvikmyndinni er ljósi varpað á þennan frumstæða ættbálk sem mætti kannski helst líkja við Lappa í Finnlandi. Sagan snýst ekki síst um togstreitu forns samfélags og gilda sem margir teldu úrelt, og svo tækifæra í síminnkandi alþjóðasamfélagi sem þrengir stöðugt að lífsháttum frumstæðra samfélaga heimsins. Hér getur þú keypt miða á vefnum: 

Fréttir/pistlar, Kvikmyndir
Engin skoðun á “Rússneskir kvikmyndadagar / Russian film days”

Svara færslunni

You must be logged in to post a comment.