Dr. Gunni: “Bíó Paradís – rosaleg snilld”
Bíó Paradís hefur farið mjög vel af stað og við erum afar þakklát fyrir móttökurnar. Slástu í hópinn á Fésbók. Um 3.500 manns eru þegar búnir að melda sig – hátt á annað hundrað bætast við daglega.
Dr. Gunni orðar þetta svona á Eyjunni í dag:
“Bíó Paradís- nýja listabíóið í gamla Regnboganum – er rosaleg snilld. Brjálæðislega metnaðarfullt að kýla á svona artí-bíó í Lummuvík og það er eiginlega heilög skylda manns að stuðla að því að halda þessu gangandi og mæta a.m.k. einu sinni í viku í bíó.”
Orð að sönnu, enda lifir Bíó Paradís eða deyr með þeim áhorfendum sem koma.
Kortasalan er komin á fullt! 8 miðar á RIFF innifaldir í áskriftarkortum (ódýrast hjá okkur). Kynntu þér mismunandi leiðir að frábærum bíómyndum á betra verði með því að smella hér.
Í kvöld og annað kvöld: Backyard, franska nýbylgjan og Reykjavíkurbíó. Kaffihúsið og miðasalan opna kl. 16.
Frá fimmtudegi til 3. október: Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík í Bíó Paradís!
Októberdagskrá Bíó Paradísar verður kynnt í lok mánaðarins. Fjölmargar spennandi myndir á leiðinni!
Smelltu hérna til að sjá svipmyndir úr opnunarhófinu 15. september s.l.: