Hannah Arendt
- Tegund og ár: Drama, 2012
- Lengd: 113 mín.
- Land: Þýskaland
- Texti: Enskur
- Leikstjóri: Margarethe von Trotta
- Aðalhlutverk: Barbara Sukowa, Axel Milberg, Janet McTeer
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 25. mars
Efni: Svipmynd af snillingi sem skók heiminn með því sem hún kallaði „lágkúrulega illsku“. Hannah Arendt (1906-1975) var Þjóðverji af gyðingaættum og einn áhrifamesti hugsuður tuttugustu aldar. Hún er viðstödd réttarhöldin yfir nasistanum Adolf Eichmann í Jerúsalem 1961 og í kjölfarið skrifar hún á ögrandi og áleitin hátt um Helförina út frá forsendum sem enginn hafði áður heyrt. Skrif hennar vekja mikla hneykslun en hún neitar að gefa eftir. Í stað þess heldur hún áfram að leita sannleikans, jafnvel þó það hafi mikinn sársauka í för með sér.