Pussy Riot: A Punk Prayer
- Tegund og ár: Heimildamynd, 2013
- Lengd: 88 mín
- Land: Bretland, Rússland
- Texti: Íslenskur
- Leikstjóri: Mike Lerner, Maxim Pozdorovkin
- Aðalhlutverk: Mariya Alyokhina, Natalia Alyokhina, Mark Feygin
- Dagskrá: Nýjar myndir
- Sýnd frá: 1. ágúst
Efni: Myndin er tekin upp yfir nokkurra mánaða tímabil, og sýnir ótrúlega sögu þriggja ungra kvenna sem skipa feminísku pönkhljómsveitina Pussy Riot. Þær fluttu verkið “Punk Prayer” í dómkirkjunni í Moskvu, en í kjölfarið voru þær handteknar og réttarhöld hófust yfir þeim. Myndin sýnir ótrúleg áður óséð myndskeið frá þeirra baráttu í Rússlandi og hvernig aðlþjóðasamfélagið hefur brugðist við í kjölfarið. Þetta er heimildamyndin sem fólk hefur beðið eftir í ofvæni hérlendis. Myndin er á rússnesku, en er textuð með íslenskum texta. Hér er hægt að lesa sér til um frumsýningu myndarinnar á Facebook en enn er hægt að tryggja sér miða í miðasölu Bíó Paradís eða á miða.is. Við opnunina kennir ýmissa grasa, Kvennapönkhljómsveitin Viðurstyggð mun hita allhressilega upp og léttar veitingar verða í boði frá kl 19:30, en myndin hefst á slaginu kl 20:00.
Pussy Riot er frumsýnd þann 1. ágúst í Bíó Paradís. Hér er hægt að kaupa miða