Brettabíó!
Laugardaginn 16. júní næstkomandi klukkan 20:00 verða sýndar fjórar íslenskar hjólabretta myndir í Bíó Paradís í samstarfi við Brettafélag Reykjavíkur.
Laugardaginn 16. júní næstkomandi klukkan 20:00 verða sýndar fjórar íslenskar hjólabretta myndir í Bíó Paradís í samstarfi við Brettafélag Reykjavíkur.
Þriðja mynd leikstýrunnar Mia Hansen-Löve hefur slegið í gegn meðal bíógesta og gagnrýnenda í París, London og New York á undanförnum vikum og mánuðum. Áhrifamikil þroskasaga um ungar ástir, umbreytingar og nýja reynslu. Sýnd frá 13. júní.
Þema kvikmyndahátíðarinnar „Skemmd epli“ sem fram fer í Bíó Paradís dagana 24.-29. maí, er fólk í barátttu við bresti sína á einn eða annan hátt. Sýndar verða fjórar nýjar og nýlegar kvikmyndir sem vakið hafa mikla athygli á undanförnum misserum. Þrjár koma frá Norðurlöndunum en opnunarmyndin og sú allra nýjasta, kemur frá Bretlandi. Hátíðin er haldin í samvinnu við SÁÁ.