I used to be darker
Myndin fjallar um unga norður- írska stúlku sem flýr að heiman. Hún endar heima hjá frændfólki sínu í Baltimore, þar sem hún kemst að því að hjónaband ættingja sinna hangir á bláþræði og að frænka hennar sem er á svipuðum aldri lifir í stöðugri tilvistarkreppu. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance 2013 og hefur hlotið lof ýmissa gagnrýnenda.