Warning: Declaration of description_walker::start_el(&$output, $item, $depth, $args) should be compatible with Walker_Nav_Menu::start_el(&$output, $item, $depth = 0, $args = Array, $id = 0) in /home/forge/old.bioparadis.is/public/wp-content/themes/newscast/framework/classes/description_walker.php on line 43
Bíó Paradís

Færslur höfundar

Doctor Who: Deep Breath (Series 8 – Episode 1)

Aug 15, 2014 Engin skoðun

Þegar doktorinn kemur í hina Viktorísku London verður á vegi hans hömlulaus risaeðla í Thames og ýmsar aðrir furðulegir hlutir. Hver er hinn nýi doktor, og mun vinátta Clöru endast eftir þetta stórkostlega verkefni óþekkts samsæris? Doktorinn hefur breyst. Nú er runnin upp sú stund að þú kynnist honum. Þessi heimsfrumsýning á fyrsta þætti í áttundu seríu um Doctor Who verður stórfengleg, og þátturinn verður fyrst sýndur þann 23. ágúst kl 20:00 en heldur svo áfram í sýningum í Bíó Paradís. Hér getur þú tryggt þér miða

Bretland Lesa meira

Girlhood

Aug 12, 2014 Engin skoðun

Marieme gengur illa í skólanum og upplifir sig bælda í fjölskylduaðstæðum og er þreytt á strákunum í hverfinu sínu. En hún hefur nýtt líf þegar hún vingast við þrjár stúlkur sem henni eru frekar að skapi, hún breytir nafni sínu, klæðaburði og hættir í skólanum til þess að vera samþykkt betur inn í hópinn. Myndin hlaut stórkostlegar viðtökur á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2014, þar sem hún var sýnd í flokknum Director´s Fortnight.

Frakkland, Væntanlegt í Bíó Paradís Lesa meira

Life in a Fishbowl / Vonarstræti

Aug 11, 2014 Engin skoðun

Life in a Fishbowl portrays three intertwined stories that take place in Reykjavik in 2006, a great new Icelandic feature film directed by Baldvin Zophoníasson. Screened with English subtitles. Vonarstræti er saga úr samtímanum sem á erindi við alla; hún fjallar um óvægna fortíðardrauga, þöggun, sársauka og syndaaflausn. Sýnd með enskum texta.

Lesa meira

KVIKMYNDIR VETURINN 2014-2015

Aug 11, 2014 Engin skoðun

Í boði er kvikmyndafræðsla á föstudögum í nokkrar vikur á haustönn 2014 og vorönn 2015. Verkefnisstjóri er Oddný Sen, kvikmyndafræðingur, oddnysen@gmail.com. Sýningarnar eru á föstudögum klukkan 14:15 í Bíó Paradís.

Lesa meira

Amour Fou

Aug 10, 2014 Engin skoðun

Rómantíska tímabilið í Berlín. Unga ljóðskáldið Heinrich óskar þess heitt að sigra dauðann með ást, en á erfitt með að sannfæra Marie frænku sína um að fremja sjálfsmorð sér til samlætis. Þegar hann hittir Henriette, sem er gift viðskiptafélaga hans, flytur hann óskir sínar um að hún fremji sjálfsmorð honum til samlætis og tekur hún illa í það í fyrstu. Þegar Marie kemst að því að hún er haldin ólæknandi sjúkdómi þá horfir málið ekki eins við. Amour Fou er rómantísk gamanmynd sem er byggð lauslega á sjálfsmorði ljóðskáldsins Henrich von Kleist árið 1811. Myndin var tilnefnd í flokknum Un Certain Regard á Cannes Film Festival 2014.

Lesa meira

Jimmy´s Hall

Aug 09, 2014 Engin skoðun

Jimmy Gralton byggði danshús árið 1921 á afskekktum vegamótum í Írlandi, þar sem ungt fólk gat komið og lært, skipst á skoðunum og látið sig dreyma, en fyrst og fremst til þess að dansa og hafa það skemmtilegt. Þá var það talin synd, en Jimmy´s Hall fagnar anda hinnar frjálsu hugsunar. Danshúsið var pólítískur minnisvarði um þessa tíma, en myndin var valin í keppni hinna virtu Palme d´Or verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2014.

Lesa meira

Human Capital

Aug 08, 2014 Engin skoðun

Lake Como, Ítalía. Jeppi ekur á hjólreiðamann á jólunum. Hvað gerðist þetta kvöld? Hvernig breytir slysið örlögum hinnar ríku Barnaschi fjölskyldu og hinnar fátæku Rovelli fjölskyldu sem er á barmi gjaldþrots? Ítalska myndin Human Capital er byggð á samnefndri bók eftir Stephen Amidon. Hún hefur hlotið fjölmörg dæmi en þar ber hæst að nefna fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki en Valeria Bruni hreppti þau á kvikmyndahátíðinni í Tribeca árið 2014.

Lesa meira

Brev til Kongen

Aug 08, 2014 Engin skoðun

Brev til kongen er verðlaunamynd um fimm ólíkra einstaklinga sem allir eiga það sameiginlegt að fara í dagsferð til Osló. Þeir eiga það líka sameiginlegt að vera flóttamenn í Noregi, en karakterarnir í myndinni upplifa allir afar viðburðarríkan dag þar sem glittir í atriði úr fortíð þeirra sem og mögulega framtíð. Myndin vann sem besta norræna myndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg 2014 sem og að hún vann til fjölda verðlauna á hinni árlegu Amanda verðlaunafhendingu í Noregi.

Lesa meira

Blue Room

Aug 07, 2014 Engin skoðun

Maður og kona eru ein í herbergi, ástfangin í laumi. Þau þrá hvort annað í taumlausum losta. Þau deila nokkrum augnablikum saman sem eru þýðingarlaus. Í það minnsta stendur maðurinn í þeirri trú að þau hafi verið fullkomlega þýðingarlaus. Í einni andrá sætir maðurinn, Julien, lögreglurannsókn þar sem hann á engin orð. Hvað gerðist? Hvað er hann ásakaður um? Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2014 í flokknum Un Certain Regard og hefur hlotið stórgóða dóma gagnrýnenda.

Lesa meira

Gett

Aug 04, 2014 Engin skoðun

Í Ísrael er hvorki kostur á því að ganga í borgaralegt hjónaband, né að ganga í gegn um borgararlegann skilnað. Aðeins rabbínar hafa til þess lögleg völd til þess að staðfesta skilnað, með fullu samþykki frá eiginmanni sem er því í raun enn valdamesti aðili málsins. Viviane Amsalem hefur reynt að sækja um skilnað í þrjú ár. Eiginmaður hennar neitar henni um skilnað en Viviane er staðráðin í að berjast fyrir frelsi sínu. Gett: The Trial of Viviane Amsalem í leikstjórn Ronit Elkabetz og Shlomi Elkabetz var sýnd á Cannes Film Festival 2014 og vann til þrennra verðlauna á Kvikmyndahátíðinni í Jerúsalem 2014.

Lesa meira